Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 71
SKÍRNIR
ÓTTINN VIÐ DAUÐANN
323
Ingi var nýlega orðinn 16 ára þegar ég hitti hann í fangelsinu. Hann átti þá
þegar að baki nokkurra ára síbrotaferil og vímuefnanotkun og ljóst var að
hann yrði nú á þriðja ár í fangelsi. Hann kom skelfingu lostinn inná stofu til
mín og sýndi mér lítinn eitil á hálsinum sem hann hafði fundið þá um
morguninn. Ég skildi ekki í fyrstu hvers vegna svo „hertur" unglingur hefði
slíkar áhyggjur af sakleysislegum hnút. En þá kom sagan. Hann var elstur
þriggja systkina og hafði móðir hans eignast hann nokkrum árum áður en
hún giftist stjúpföður hans. Móðir hans hafði fengið eitlakrabbamein og var
nú dáin fyrir fjórum árum. Samkomulag Inga við stjúpföðurinn hafði alla tíð
verið slæmt, enda hafði Ingi farið að heiman daginn sem móðir hans var
jörðuð. Eftir það hafði hann verið á vergangi að mestu, hrökklast úr skóla 14
ára og frá þeim tíma verið nær stöðugt í afbrotum, smáum og stórum, og
vímuefnaneyslan hafði aukist ár frá ári. En það var lítill hálsbólgueitill sem
vakti upp aftur hjá honum óttann við dauðann, svipti burt gervisjálfstraustinu
á örskotsstundu.
Sálarfræðingar eru ekki á eitt sáttir um uppruna óttans við eyð-
inguna, dauðann. Sumir telja hann stafa af slæmri bernsku, aðrir af
hömlum sem lagðar eru á börn. Sífelld gát og bönn gera börn rög,
hrædd við allt. En taumlaust frelsi veldur líka öryggisleysi: „Ollum
hlýtur að vera sama um mig úr því að ég má gera allt“. Vítahringur
angistar verður til: Óttinn kemur og vex og rennur saman við
dauðsóttann, sem fylgir einstaklingnum allt lífið.
Lausnir öryggislausra barna bera oft keim af takmarkalítilli
sjálfselsku og síðar siðblindu. Einstaklingurinn sem ber kvíðbogann
miðar allt atferli við eigin stundarhagsmuni, en sér ekki fyrir neikvæðar
afleiðingar þess að stjórnast eingöngu af þeim. Líf hans einkennist af
nauðlausnum, skyndilausnum hins öryggissnauða manns. Þessar
manneskjur eru víða í samfélaginu, stundum fangar, stundum misk-
unnarlausir braskarar.
Sókrates sagði heimspekina fjalla um lítið annað en dauðann, og
Schopenhauer kallaði dauðann sönggyðju heimspekinnar. En auðvitað
er þetta einföldun hér einsog annars staðar í lífinu: Þeir sem eru
fúllyndir og súrlyndir og/eða hafa lifað miklar hörmungar í bernsku,
þeir bera þess merki alla ævi - verða unnvörpum svartsýnni en hinir.
Sumir sálarfræðingar halda því reyndar fram að kvíðinn fyrir dauðan-
um sé vakinn og ræktaður af kalvinískum guðfræðingum sem líti svo
á, að „velgengni“ í daglegu lífi sé til marks um velþóknun Guðs á við-
komandi einstaklingi. Einnig hefur ábyrgðarkenning evrópskra
existensíalista haft sitt að segja: Það skiptir minna máli hvað maður