Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 161
SKÍRNIR „í ÞESSU HERBERGI HEFUR BÚIÐ DOKTOR'
413
fimmtíu áram er enn verið að tína ýmislegt upp úr töskunum hans, en
ekki veit ég hver voru örlög tösku Málfríðar.
Þegar ég innti hana eftir hvernig hún hefði kynnst ljóðum Pessoa
gerði hún sig dularfulla eins og hún hefði þekkt þau frá blautu barns-
beini og sýndi mér þýðingu á einu þekktasta ljóði hans: O poeta e um
fingidor, sem hún hafði þýtt svo laglega með Skáldinu lætur að látast.
Eg man ekki hvort það var í þýðingunni á þessu ljóði eða öðru að
mér fannst eitthvað vera bogið við innihaldið og benti henni á það. Hún
brást ókvæða við að hætti skálda, ef ýtt er við skrifum þeirra, og sýndi
mér bók sem hét The Poem Itself með ljóðum á ýmsum tungum,
aðallega suðrænum, og enskum þýðingum þeirra. Þarna var umrætt
ljóð. Ég gætti að portúgalska textanum og sá að kommu vantaði á einn
stað, sem breytti merkingu innihaldsins. Málfríður hafði að sjálfsögðu
ekki tekið eftir því, enda kunni hún að ég held ekki portúgölsku. Hún
sagði hæðnislega að ég vissi ekki meira um kommur en doktorarnir sem
höfðu séð um útgáfu bókarinnar. Ég þekkti einn þeirra og sagði að ég
hefði ástæðu til þess að trúa að honum gæti skjátlast. Málfríður gaf þá
í skyn með miklum þunga, að mér bæri að sanna að kommuna vantaði.
Nú voru góð ráð dýr. Ég vissi að ef ég stæðist ekki þessa raun, svæfi
ég ekki lengi í herberginu eftir það og yrði að flytja enn á ný. Samfara
kvíða yfir því fór ég að efast að venju um að ég hefði rétt fyrir mér.
Yfirbugaður leitaði ég að ljóðinu í fyrstu heildarútgáfu á verkum
Pessoa, sem kom út í Rio de Janeiro árið 1960 og ég átti. Augun flöktu
í angist yfir síðuna, en þarna var blessaða komman á þeim stað sem ég
hafði sagt, svo merkingin varð skikkanleg.
Ég reyndi að vera ekki sigri hrósandi en sýndi kommuna, viss um að
nú þýddi ekkert fyrir hana að rjúka í „Britaníku“.
Eftir þetta varð ég að doktorsígildi í augum Málfríðar Einarsdóttur
skáldkonu frá Munaðarnesi.
Afleiðingin af sigrinum lét ekki standa á sér: Brátt fór ég að sanka að
mér eigum í fyrsta sinn á ævinni. Ég keypti sambyggt útvarp og
plötuspilara og lék portúgalska örlagasöngva, fados frá háskólabænum
Coimbra sem hafa heillað mig löngum.
Söngurinn hafði lítil áhrif á Málfríði, sem hafði ekki eyra fyrir tónlist
og sárnaði það. Hana langaði að hafa gaman af tónlist, en vissi að slíkt
er engin leið nema þörfin fyrir hana sé kannski meðfædd. Henni var
þetta ljóst vegna þess að í linnulausri þrá eftir þekkingu og unaði af