Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 25
SKÍRNIR
UM DAUÐANS ÓVISSAN TÍMA
2 77
í doktorsritgerð sinni sýndi Arne Moller fram á að Hallgrímur
notaði þýðingu Arngríms lærða á þýsku íhugunarriti eftir Martin
Moller (Eintal sálarinnar við sjálfa sig) þegar hann orti Passíusálmana.1
Þetta rit Mollers var eins og fleiri lúthersk guðsorðarit á sama tíma
undir áhrifum frá þeirri hefð kristinnar íhugunar sem er að hluta til
kaþólskur miðaldaarfur en á einnig rætur að rekja til siðbótahreyfinga
innan kaþólsku kirkjunnar, m.a. Jesúíta.2
I skáldskap Donnes er allt fullt af orðaleikjum og mótsögnum. I
fyrsta erindi kvæðisins „The Litanie" biður hann guð föður að gera sig
nýjan, hreinsa burt allt gamalt og slæmt, “that new fashioned / I may
rise up from death, before I’am dead“ (bls. 338). I öðru erindi, sem er
bæn til sonarins, óskar skáldið eftir að sameinast algjörlega Kristi og
píslum hans: „O be thou nail’d unto my heart, And crucified againe, /
Part not from it, though it from thee would part, / But let it be, by app-
lying so thy paine, / Drown’d in thy blood, and in thy passion slaine“
(bls. 338). Þessar línur eru til vitnis um að blóð og sár í sálmum á
þessum tíma eru ekkert sérfyrirbæri lúthersks rétttrúnaðar.
Þrjá sálma eftir John Donne má með réttu kalla andlátssálma. Þeir
eru allir í kvæðabálkinum „Divine Poems“. Einn þeirra orti Donne
áður en hann fór í ferðalag til Þýskalands og er hann á vissan hátt
andlátssálmur vegna þess að hann kaus að líta á þetta sem sína hinstu
ferð, hann bjóst við dauða sínum, ráðstafaði öllu, kvaddi og orti „A
Hymne to Christ, at the Authors last going into Germany." Hins vegar
gekk ferðin eins og í sögu og hann komst heim heilu og höldnu. En í
sálminum gerir hann ráð fyrir sjávarháska og drukknun. Hann felur sig
Guði á þennan hátt:
In what torne ship soever I embarke
That ship shall be my embleme of thy Arke;
What sea soever swallow mee, that flood
Shall be to mee an embleme of thy blood;
Though thou with clouds of anger do disguise
Thy face; yet through that maske I know those eyes,
Which, though they turne away sometimes,
They never will despise.
1 Arne Moller: Hallgrímur Péturssons Passionssalmer, Kaupmannahöfn 1922.
2 Moller vitnar í þýskan guðfræðing og segir: Althaus „páviser meget
interessant, hvorledes det især er den samtidige katolske Litteratur, ikke
mindst den jesuistiske, som de evangeliske Andagtsboger har benyttet."
Hallgrímur Péturssons Passionssalmer, bls. 95.