Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 277
529
Ég ætla þó að leyfa raér að þjappa saman í nokkur orð meginstefjum í
bókunum tveim sem dæmum um sjónarmið höfundar.
-Við mennirnir erum miklu fastari í viðjum vana en við gerum okkur grein
fyrir eða viljum viðurkenna. Við áttum okkur yfirleitt ekki á því hversu djúpt
skoðanir okkar á veröldinni eru bundnar vana og hefðum.
-Skilningur okkar á raunveruleika og samhengi hluta er miklu minni en
hingað til hefur verið á litið.
-Veröldin er því miklu óræðari og undraverðari en við kærum okkur um
að viðurkenna.
-Reynslan er ólygnust, þó að hún gefi enga endanlega tryggingu. Hún þarf
að vera akkerisfestan í merkingu allra okkar orða, annars eiga þau á hættu að
verða tóm, í þau hleypur orð-bólga (sbr. verðbólga), við höldum að þau
merki einhvern raunveruleika þegar engin innistæða er fyrir þeim í banka
reynslunnar.
-Okkur ber því að vera tilbúin að breyta gömlum skoðunum, ef ný reynsla
krefur og forðast allan ofsa og hroka í óvissum málum eins og trúmálum. í
hverju er guðstrú fólgin? Hvað getum við vitað um veru og eðli Guðs? I
hverju er sönn og eðlileg trú fólgin?
I Samrœðunum leiða þrjár ólíkar persónur saman hesta sína um trúarlegar
spurningar af þessu tagi. Hver kannast ekki við raddir trúar, efa og skynsemi
úr eigin brjósti? Hví skyldum við ætla okkur að taka hús á Guði eða
náunganum í þessum málum? Hæfir okkur ekki öllu fremur viðhorf sannrar
auðmýktar og tilbeiðslu en hroki og vandlæting?
Ég læt þetta nægja sem bendingu um þau stef sem rædd eru, rökstudd og
sundurgreind með undraverðum skýrleika og hugkvæmni, en allt þetta og
fleira bíður þeirra sem leggja vilja það á sig að lesa. Ef um báðar bækurnar er
að ræða, væri sennilega rétt að lesa Rannsóknina fyrst. I þeirri röð las ég þær
nú í sumar. Sem fararstjóri í hótelferðum hafði ég tækifæri til þess að lesa á
kvöldin eða stundum á morgnanna milli þess sem farið var í ferðir og gengið
um landslag og á fjöll.
Einhver spakur maður líkti lestri heimspekibóka við það að hjóla upp
brekku og í samanburði við það væri lestur venjulegra bóka eins og að hjóla
niður brekku. Mig langar hins vegar að líkja lestri þessara bóka við fjallgöngu
til þess að ná fram vissum sannindum um erfiði og ávinning þess að lesa
heimspeki. Fjöll eiga sér uppruna, eru byggð úr ýmsum efnum og margvísleg
að lögun og gerð. Staðsetning í jarðsögu má þó bíða, aðalatriðið er að klifra
og ná hæsta tindi, upplifa útsýni og gróður, hvílast í hvömmum, jafnvel sofna,
en taka ekki of mikið í einu ef fjallið er erfitt. Ekki má búast við að maður sjái
„allt“ í fyrstu uppgöngu, en sé gengið aftur á fjallið kemur æ fleira í ljós, og
þá fer jarðfræðin að verða til hjálpar og skilningsauka og fleiri spurningar taka
að vakna. „Sumarfjallganga" undirritaðs endaði oft með svefni - fyrr en varði
- á einhverjum hjallanum, en þá var ágætt að taka aftur til við lesturinn þar
sem frá var sofnað. (Kannski maður ætti að mæla með lestri þessara bóka við
þá sem bágt eiga með svefn, en vilja ekki taka svefnmeðal. Það er ágætt að
sofna eftir hressandi fjallgöngu.) Göngunni niður af fjallinu mætti hugsanlega