Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 272
524
FREGNIR AF BÓKUM
SKÍRNIR
innlegg í nýlegar umræður um skemmtibókmenntir fyrri alda, fornaldarsögur
og ævintýrasögur. Dróttkvæði verða ekki heldur út undan. Engar greinar
fjalla hins vegar um eddukvæði né fræðin í Snorra-Eddu.
I spjalli sem á að vera örstutt verður ekki rúm til að nefna einstakar
greinar, þótt margt sé vert frekari umræðu og stundum ef til vill gagnrýni.
Greinarnar eru auðvitað misjafnar og misjafnlega vel skrifaðar, en verðskulda
þó allar að vera lesnar með athygli, og margar eru bæði skemmtilegar og
fróðlegar.
Vésteinn Ólason
Festskrift til Finn Hodnebo 29. desember 1989. Novus forlag, Oslo 1989.
Finn Hodncbo prófessor í Ósló (f. 1919) er einhver mikilvirkasti orðabókar-
maður Norðmanna. Hann hefur um langt skeið verið orðabókarritstjóri við
Norsku orðfræðistofnunina (Norsk leksikografisk institutt) sem vinnur að
gerð orðabókar um norskt fornmál, auk þess sem hann var norskur ritstjóri
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. Hodnebo hefur einnig séð
um útgáfur norrænna miðaldabókmennta og ritað fræðigreinar á fjölmörgum
sviðum norrænnar menningarsögu. Meðal verka hans má nefna Rettelser og
tillegg við hina miklu fornnorrænu orðabók Johans Fritzners, Ordbog over
det gamle norske Sprog I—III, útgáfu á Norske diplomer til og med dr 1300 og
fjölda greina í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder.
í Festskrift til Finn Hodnebo 29. desember 1989 skrifa tuttugu og tveir
fræðimenn greinar um margvísleg efni norrænna fræða. Ritað er um rúnir,
handrit, málfræði, dróttkvæði, eddukvæði, lausamálsbókmenntir og
staðfræði. í bókarlok er svodsirt skrá yfir prentuð ritverk Finns Hodnebos.
Hér verður sagt í stuttu máli frá efni einstakra greina þessa afmælisrits.
Tveir höfundar fjalla um vandamál sem tengjast handritafræði. Jakob
Benediktsson skrifar um 16. aldar handritið ÁM 617 4to sem inniheldur m.a.
fornnorrænu biblíuþýðinguna Stjórn. Þessu handriti hafa menn hingað til
gefið lítinn gaum, enda talið það afrit annars þekkts handrits. Athuganir
Jakobs benda hins vegar til þess að handritið hafi sjálfstætt gildi og geti
hugsanlega varpað ljósi á innbyrðis tengsl annarra handrita Stjórnar.
Ludvig Holm-Olsen ritar um dularfulla eyðu á upphafssíðu ÁM 243 b oc
fol. sem er meginhandrit Konungs skuggsjár. Um þessa eyðu hafa verið
skiptar skoðanir. Hafa sumir talið að þar hafi upphaflega staðið hluti af
formála verksins, sem síðan hafi verið skafinn burt úr handritinu, en aðrir að
þar hafi verið tekið frá rúm fyrir myndskreytingu sem síðan kom aldrei.
Holm-Olsen leiðir hins vegar að því rök að þarna hafi í raun og veru verið
myndskreyting sem eytt hafi verið með sýru, ef til vill vegna þess að myndin
fór fyrir brjóstið á einum eiganda handritsins.
Tveir fræðimenn greina frá rúnum. Michael P. Barnes segir frá 12. aldar
rúnaristum í Orkahaugi („Maeshowe") á Orkneyjum sem sumar eru ritaðar