Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 104
356
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
guðlegs lögmáls, þeir lifðu í „bífalningu“ hans. í Barbaríinu er enga
slíka reglu að finna. Fangarnir upplifa annarlegt mannlíf þar sem ægir
saman fólki af ýmsum þjóðernum og trúarbrögðum, þar sem föstu-
dagar eru haldnir heilagir. Þetta er öfugsnúinn og óskiljanlegur heimur,
eða eins og segir í bréfi Guttorms Hallssonar 1631: „hér er aldrei að
heyra nema ugg og ótta, nagg og deilur, morð og manndráp dag frá
degi, hofmóð, drambsemi og djöflaæði.“ Þeim er skipað skör lægra en
mönnum, og kallaðir „bestían", skepnur. Hin líkamlega þjáning er þó
léttvæg miðað við andlegu pínslina, kennd algerrar útskúfunar; þeir eru
glataðir í heimsæði Algeirsborgar: „Kom þú og ger einn enda á þessari
dygðalausu veröldu. Vér erum staddir svo sem í stormi og bylgjum
þessarar veraldar,"1 segir í bréfi Guttorms; lífið er sem háskalegt haf,
engin landsýn utan dauðinn.
Heimarnir tveir mynda formgerðarlega andhverfu í þessum textum;
skipulagi, vinnu, hófi og skynsemi er stefnt gegn óreiðu, ofbeldi, óhófi
og sturlun. Þannig er að finna merkilegar frásagnir um „Tyrkjanna
sódómitíska lifnað, vargalæti og blóðþorsta,“2 í bréfi Einars Loptssonar
- ofbeldið er gjarnan tengt við kynferðislegan losta eða öfuguggahátt.
I bréfi Jóns Jónssonar 1630 er stóryrðum að vísu stillt í hóf; Tyrkir eru
engu að síður í augum Jóns „illræðisvargar, leon og djöfullegt fólk og
holdlegir árar“; þeir eru „djöflar", sem hafa galdur á valdi sínu.3 Og
markalína heimanna tveggja liggur eins og hrævareldur um vitund
hvers einstaklings. Sá háski vofir einatt yfir að harðþjakanin villi menn
af réttum vegi trúarinnar; þetta er andlegt helvíti öðru fremur. I bréfum
Einars Loptssonar, Jóns Jónssonar, Guttorms Hallssonar og Guðríðar
Símonardóttur gætir þó hvergi efa eða vantrúar; ránið og útlegðin eru
að þeirra dómi réttlátur refsidómur, ráðsályktun Guðs er ekki dregin
í efa.
Tyrkjaránið varð á örskömmum tíma að sögu um bann og helgibrot,
eðli góðs og ills, goðsögn er renndi ásamt öðru stoðum undir nýtt
hugarfar; lífið hafði sannað kenninguna, helvíti brann nú á mönnum frá
degi til dags. Kristin menning hafði um langt skeið átt erfitt uppdráttar
hér á landi af því að hana skorti sjálfsmynd, merkingarsköpun er hæfði
aðstæðum; mörk lögmáls og lögleysu höfðu verið óljós og breytileg
1 Sama rit, bls. 389 og 394.
2 Sama rit, bls. 278.
3 Sama rit, bls. 373-4.