Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
AÐ SKEMMTA SÉR TIL ÓLÍFIS
461
og sjálfhverf. Orwell óttaðist að við yrðum leynd sannleikanum. Huxley sá
fyrir sér að sannleikanum yrði drekkt í hafi af húmbúkki og aukaatriðum. í
skáldsögunni 1984 er fólki haldið í skefjum með því að valda því sársauka, en
í Veröld ný og góð er fólki haldið í skefjum með því að auka því vellíðan.
Orwell óttaðist að við yrðum eyðilögð af því sem við hötum. Huxley
hræddist að okkur yrði spillt af því sem við höfum dálæti á. Einsog Huxley
segir á einum stað um sögu sína, þá hafa mannréttindafrömuðir og
rökhyggjumenn „látið sér sjást yfir nálega óseðjandi fíkn mannsins í
afþreyingu".1 Postman er þeirrar skoðunar að framtíðarsýn Huxleys sé nær
lagi en sýn Orwells.
í fyrsta kafla bókarinnar, sem Postman nefnir „Miðill er myndlíking",
rekur hann hvernig mannleg boðskipti mótast og ákvarðast af þeim
tjáningarmiðlum sem fyrir hendi eru. Reyktákn indíána fyrr á tíð gegndu sínu
þarfa hlutverki við að flytja áríðandi boð milli byggða, en þau kæmu fyrir
lítið ef gera ætti grein fyrir heimspekilegum efnum eða flóknum vangaveltum.
Svo tekið sé annað dæmi, þá væru „fréttir dagsins", einsog við þekkjum þær,
ekki til án miðlanna sem búa þær til og flytja þær. Eldsvoðar, styrjaldir, morð
og ástabrall áttu sér vitanlega stað um allar jarðir, en meðan ekki var hægt að
dreifa vitneskju um slík fyrirbæri, höfðu þau engin áhrif á daglegt líf manna,
voru ekki þáttur í dægurmenningunni.
Það var tilkoma ritsímans sem skóp „fréttir dagsins". Hann gerði
mönnum kleift að rífa upplýsingar úr samhengi og flytja þær til fjarlægra
staða með ótrúlegum hraða. „Fréttir dagsins" eru ekki annað en hugarburður,
tilbúningur fjölmiðla. Við fáum brot og brotabrot viðburða hvaðanæva úr
heiminum, afþví við höfum miðla sem eru sniðnir fyrir sundurlaus boðskipti.
Menningarsvæði, sem einungis hafa reyktákn til boðskipta, þekkja ekki
„fréttir dagsins". Hver nýr miðill breytir bæði eðli og inntaki þess sem um
er fjallað, hvort heldur eru stjórnmál, trúarbrögð, menntun eða önnur opin-
ber málefni, sem verða að semja sig að eðli hins nýja miðils.
Postman nefnir í þessu sambandi uppgötvun sem hann gerði á yngri árum
þegar hann ígrundaði annað boðorðið í Annarri Mósebók: „Þú skalt engar
líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður
því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðunni."
Hversvegna gaf Guð gyðinga þessi fyrirmæli um, hvernig þeir ættu ekki að
tákna reynslu sína. Það hlaut að stafa af því, að höfundur boðorðsins gerði
ráð fyrir sambandi milli formsins sem er á boðskiptum og sérkenna menn-
ingarinnar. Þjóð, sem var ætlað að trúa á sértækan og óhlutbundinn alls-
herjarguðdóm, mundi eiga í brösum með það ef hún vendist á að gera sér
myndir eða aðrar hlutkenndar eftirlíkingar af honum. Guð gyðinga átti að lifa
í orðinu einu saman, sem var hugmynd án fordæmis og krafðist æðstu
sértækrar hugsunar. Þannig varð myndgerð að guðlasti til þess að ný tegund
guðdóms fengi rutt sér til rúms. Þetta er umhugsunarverð kenning fyrir
okkur sem erum hröðum skrefum að færa þyngdarpunkt menningarinnar frá
prentmáli til myndmáls. Og jafnvel þó kenningin ætti ekki við að rök að
1 Aldous Huxley: Brave New World Revisited, New York 1965, bls. 29.