Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 110
ÞORSTEINN GYLFASON
Ljósið sem hvarf
Kerling ein kunni ekkert nema faðirvor og las
það á hverjum morgni og hverju kvöldi með
mestu andakt. Sáu menn ljós yfir rúmi hennar
ávallt er hún las á kvöldin. Menn fóru að
kenna henni ýmislegt annað andlegt, en upp
frá þeirri stundu sáu menn aldrei ljósið.1
I Trúarjátningar
Hverju verður kristinn maður að trúa? Hann hlýtur að minnsta kosti
að trúa því sem segir í trúarjátningum kristinnar kirkju. Þess vegna eru
þær. I Helgakveri er trúarjátningin - hin postullega trúarjátning eins og
hún heitir - á þessa leið:
Jeg trúi á guð föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Jeg trúi á Jesúm
Krist, hans einkason, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu meyju,
píndur undir Pontíusi Pílatus, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til
helvítis, reis á þriðja degi aptur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við
hægri hönd guðs föður almáttugs og mun þaðan koma, að dæma lifendur og
dauða. Jeg trúi á heilagan anda, heilaga kristilega kirkju, samfjelag heilagra,
fyrirgefning syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf.2
Ef fólk kann ekki að meta þennan fróðleik eins og hann stendur kann
ég ráð við því. Það vill svo til að hinar fornu trúarjátningar eru tvær þótt
uppistaðan sé hin sama í báðum. Hin er kennd við Níkeu, og hún er til
sungin í messum eftir til að mynda Bach og Beethoven. Ef lesandinn
1 Jón Árnason: íslenzkarþjóðsögur og ævintýri, Þjóðsaga, Reykjavík 1956,
IV, 65.
2 Helgi Hálfdánarson: Kristilegur bamalœrdómur, Gyldendal, Kaupmanna-
höfn 1891,4-6.
Skírnir 164. ár (haust 1990)