Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 155
SKÍRNIR „í ÞESSU HERBERGI HEFUR BÚIÐ DOKTOR'
407
það sem hún kallaði „hóstamartröð“ bankaði ég snöggt í vegginn til að
vekja hana frá þeirri kvöl að vera sífellt að kafna í draumi.
Vegna óreglulegs svefns og ótta við martraðir forðaðist hún nóttina
sem svefntíma, og af þessu varð hún oft dægurvillt, einkum á veturna,
þá vakti hún á nóttinni en svaf á daginn, enda eru draumar svefns í dags-
birtu, þótt lítil sé, mildari en hinir sem berast utan úr næturmyrkrinu.
Við vissum það og höfðum haft reynslu af slíku.
Málfríður var gamall berklasjúklingur. Hún gat ekki glaðst og
hlegið, því þá fékk hún hósta. Hún þoldi ekki heldur þann andlega og
líkamlega þrýsting sem fylgir mikilli geðshræringu eða innilegri gleði,
því þá fór hún að hósta.
Vissan um að þráláti hóstinn væri alltaf á næstu grösum fældi hana
látlaust frá lífinu og umgengni við aðra. Hún þráði hvort tveggja, líf og
samvistir við fólk, en hóstinn leyfði það ekki: hún varð að verja sig og
vera sér á báti „með minn bölvaða hósta“. Fyrir bragðið leit hún út í
augum flestra eins og hjárænuleg mannafæla. Það var ekki til að auka
skilning á henni, að í þokkabót varð hún að forðast að heilsa mönnum
með handabandi, ekki vegna þess að hún væri ókurteis eða útúrboruleg
að eðlisfari, heldur þoldi sjúkur axlarliðurinn eftir berkla ekki þá
áreynslu sem fylgir þéttu handtaki.
Það henti einu sinni, eftir að hún hafði gefið út sína fyrstu bók og var
orðin „fræg“, að maður kom í heimsókn og þakkaði henni með hraust-
legu handabandi. Hún veinaði og hljóp inn í stofu og faldi sig, mann-
inum til mikillar furðu því eflaust henti hann það sama og hendir
stundum allt of þakklátt fólk: það lætur sér ekki nægja að fá frá „þeim
fræga“ álíka þakklætibunu og hann hafði fengið frá því, heldur vill það
fá yfir sig þakklætisfoss.
Eftir nokkurt hik og tuldur á ganginum fór maðurinn sármóðgaður
yfir durtshætti hennar. Ég vissi hins vegar að hún engdist á svefn-
bekknum af kvölum í sjúku öxlinni og barðist við hóstann með vasa-
klút fyrir vitunum. Um leið og hún heyrði að hann var farinn kom hún
fram og formælti honum af þeirri taumlausu heift hins sjúka sem heil-
brigðir geta ekki skilið á annan hátt en þann, að hún hljóti að vera viss
vottur af geðbilun.
Hraust fólk er gætt afskaplega heilbrigðri hugsun og hefur þar af
leiðandi óbrigðult mat, einkum á „sjúklingum"!
Berklarnir höfðu leikið hana svo grátt, andlega og líkamlega, að