Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 90
342
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
og afkomendur sína. Verknaður Gilles de Rais var ekki einstæður,
afbrigðilegur, heldur lýsir hann öfugsnúinni hneigð manneskjunnar til
að brjóta lögmálið; henni líður ekki „vel“ nema hún geti tortímt því
sem henni er heilagast - einhvern veginn, einhvern tíma; hið heilaga
krefst vanhelgunar - það kallar á andhverfu sína.
Bataille nefnir þetta dæmi í Tárum Erosar. Af hverju? Af hverju að
vekja athygli á þessari skelfilegu svívirðu sem veldur venjulegu fólki
ógleði? Kannski það sé forvitni sem knýr okkur áfram. Einhvern
veginn er annað ekki hægt; það er nóg komið af hálfsannindum um
manninn og möguleika hans. Kristindómurinn hunsar lýsingu Sades,
ritar Bataille, hleypur í felur; dregin er fjöður yfir það sem manneskjan
er í raun og veru.1 Kannski það sé nauðsynlegt ef mannkynið á að kom-
ast af, en engu að síður hljótum við að opna hug okkar andspænis há-
marki hryllingsins. Við erum komin það langt út á braut eigin krufn-
ingar að ekki verður aftur snúið. Mannleg náttúra hefur öðlast vitund
um sjálfa sig sem ekki verður undan komist þótt lýsing Sades sé sveipuð
þagnarbrynju. Þögnin gerir einungis illt verra; þögnin getur risið okkur
yfir höfuð eins og draumur skáldsins.
Þagnargildið er merkilegt fyrirbæri, gildi hins ósagða, ósegjanlega,
hávaði þagnarhljóðsins.
Húmið var læviblandið þetta októberkvöld í Djúpi; einstöku sinn-
um laust eldlegum sverðum niður í fjallið og skelfdi herinn. Hræðist
ekki, sagði höfðinginn, þetta er sigurmerki. Þeir höfðu storm í fangið,
þegar haldið var yfir sundið, og það sá ekki úr augum fyrir myrkri,
blóðugu myrkri; soltnir og í vígahug, vaðmálsmenn, stríðshetjur.
Meðan á slátruninni stóð rufu hlátrasköll, vopnabrak og angistarvein
stormgnýinn öðru hverju, sveðjuhvinur, skothvellir. Og það er eins og
þeir hafi tryllst með nóttinni. Kroppar hinna dauðu voru þumaðir á
huppum eða hálsum, og þeir tengdir saman með snæri; gott ef sköp
voru ekki skorin af og augu út stungin, eyru sneydd, kverkar ristar og
í nafla stungið. Að síðustu var hræjunum bylt fyrir björg ofan og slegið
upp veislu.2
Helstu heimildir um víg spánskra og franskra hvalveiðimanna 1615
eru Sönn frásaga eftir Jón lærða (1574-1658) og „Spönsku vísur“ séra
Ólafs á Söndum (1560-1627); að auki má nefna „Víkinga rímur“ eftir
1 Sama rit, bls. 138-9.
2 Spánverjavígin 1615, bls. 20-28.