Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 86
338
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
menningu í sessi. Tilskipanir og lagasetningar náðu því aðeins tilgangi
sínum að menn fylltust órökrænum ótta við óreiðuna, að þeir skynjuðu
hana sem ógnun, brygðust við henni á ofsafenginn hátt. Það var
nauðsynlegt að sefja samfélagið, skapa sameiginlegan hroll, ef hemja átti
óreiðuna til lengdar. Það var m.ö.o. nauðsynlegt að leysa neikvæða
tilfinningu ttr læðingi, óhamda hræðslu, tilfinningu fyrir háska; beina
varð óreiðuorku fólks út á við ætti hið nýja valdakerfi að standast.
Sautjánda öldin einkenndist af markvissri viðleitni í þessa átt. A þeim
tíma varð trúvilla eða „kætteri“ að samheiti um allt það er gekk í bága
við lagaskipan valdsins, hvort sem það birtist í meðferð galdrastafa eða
kynferðisbrotum. Allri óreglu, hverskyns frávikum, var skipað undir
sama hatt: leti, þjófnaði, morði, hór, flakki; allt endurspeglaði þetta
djöfullega óreiðu, óguðlega uppreisn. Lögin teygðu sig nú yfir menn-
ingarleysu sem áður hafði verið umborin og jafnvel leyfð. Sérhvert
merki um ofgrósku, ofneyslu eða sóun var nú fordæmt; lögmál vinn-
unnar lagðist af fullum þunga yfir tilveru landsmanna.
I heimi vinnu og skynsemi haldast hreyfing og stöðugleiki í jafnvægi.
Ákveðin bönn verja landamærin hvorum megin. Þótt iðjuleysi sé við
fyrstu sýn andhverfa ofbeldis er þýðing þeirra söm þegar allt kemur til
alls. I báðum tilvikum er jafnvæginu raskað og skipulagi mannfélagsins
stefnt í bráðan voða. Hvort tveggja vekur ofsafengin viðbrögð,
andstyggð og annarleika. Þannig vöktu ólöglegir landhlauparar og
lausamenn viðbjóð alls ærlegs fólks, eins og sjá má af bréfum og
tilskipunum á tímabilinu frá sextándu öld og fram á þá átjándu. Þetta
fólk vandist „brjálsemi, leti og sjálfræði framar en skattbændur í sveit,“
galt litla skatta, og strauk um sveitir og héruð, „svörult, dreissugt og
óþakklátt“'; það lifði fyrir utan samfélagið og stefndi því í hættu með
líferni sínu. Að vissu leyti minnir baráttan gegn því á afstöðu manna til
dauðans: deyjandi líkama og dauðra; í báðum tilvikum var fengist við
óreiðu sem tefldi réttu lagi í tvísýnu, óreiðu sem leggja varð í læðing
með bönnum af ýmsu tagi.
Líkið er til marks um ofbeldi sem tortímir öllum mönnum um síðir.
Það hefur alla tíð verið erkitákn um eyðileggingarofsann sem í lífinu
býr, flauminn og formleysuna. Með ýmiskonar bönnum reynum við að
halda þessu ofbeldi í skefjum og tryggja okkur vinnufrið um stundar-
sakir. Slík viðleitni hefur einkennt mannlegt félag frá aldaöðli; óskil-
1 AlþingisbœkurVll, bls. 39 (1664) og bls. 169 (1669).