Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 222
474
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
dagdrauma og fantasíur sem jafngildi leik bernskunnar.1 Verk þessara
höfunda - með tilheyrandi fyndni, gráglettni, spaugilegum uppákomum, og
orðaleikjum sem geta verið snjallir en mega aldrei íþyngja hinu hversdagslega
og hressa málfari - hefur að ég hygg mætt þörf fyrir nýjan „léttleika" eftir
„þungan“ og seinlesinn texta módernismans annarsvegar og hinsvegar
vandamálabyrði nýraunsæisins. Prakkarastrik, í anda Jóns Odds og Jóns
Bjarna, en kannski ofurlítið „þróaðri“, eru eðlilegur þáttur í heimi þessara
höfunda (og auðvitað mætti rekja þræði til annarra prakkarabóka). Hér eru
þeir Baddi og Grjóni í Þar sem Djöflaeyjan rís að gera innrás í geymslu í
Listamannablokkinni:
En í kompunni var ekkert merkilegt, aldrei þessu vant, ekkert nema
dekk og stígvél og gasprímus og saft og sulta merkt árgöngum.
Heimilið sem átti geymsluna hafði birgt sig upp af klósettpappír og
hálffúlir stálu þeir einum stórum plastsekk fullum af skeini, frekar en
að fara tómhentir.
Þegar þeir voru á leiðinni út eftir ganginum hlaðnir þessum lífs-
nauðsynjum opnuðust skyndilega dyrnar og tveir glaðhlakkalegir
menn í viðbragðsstellingum véku sér innfyrir.
- Jæja pörupiltar! Gómaðir glóðvolgir!
Þetta voru karlmenn á besta aldri og annar þeirra, mærðarlegur
sellóleikari, náði taki á Grjóna.
- Nú verður farið niðrá stöð með ykkur!
I því slokknuðu ljósin á ganginum og í myrkrinu upphófust hálfkæfð
óp og stympingar, þegar hendi [svo] með gylltum hring náði aftur í
slökkvarann og kveikti voru strákarnir að snarast út um dyrnar með
pappírssekkinn en sellóleikarinn lá á ganginum og hélt um blæðandi
nefið. Strákarnir komust útúr blokkinni og fyrir hornið og út að
Rafmagnsveitublokk þarsem þeir blésu mæðinni og hringdu á öllum
tökkum dyrasímans og skemmtu sér við að hlusta á heilan stigagang
lenda í ráðvilltum samræðum í gegnum kalltækin.2
Eitt er það enn í ummælum Helgu Kress um bernskusögurnar sem vert er
að staðnæmast við. Hún leggur áherslu á að þetta séu sögur karlhöfunda, sem
þar að auki sé fagnað af &ítr/gagnrýnendum. Hvaða máli skyldi kynferði
skipta í þessari umræðu? Ég held það sé engin tilviljun að það er kvennabók-
menntafræðingur sem beint hefur athygli að þessum fleti málsins. Hafi
bernskuviðmiðið í bókmenntum okkar dregið úr þeirri athygli sem um hríð
beindist að kvennamálum, þá hefur það jafnframt komið karlmönnum aftur
1 Sbr. grein Freuds „Der Dichter und das Phantasieren", Gesammelte Werke, 7.
Band, Imago Publishing Co., London 1941, bls. 213-223. Þessi grein hefur verið
þýdd oftar en einu sinni á ensku og víða birt, undir titlunum „Creative Writers and
Day-Dreaming“ eða „The Relation of the Poet to Day-Dreaming“ (og e.t.v.
fleirum).
2 Einar Kárason: Þar sem djöflaeyjan rís, Mál og menning, Reykjavík 1983, bls. 77.