Skírnir - 01.04.1993, Page 20
Frá ritstjórum
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS í þetta sinn er Guðmunda Andrésdóttir.
Verk hennar „Þulur“ prýðir kápu heftisins og Gunnar B. Kvaran fjallar
um listaverkið. Skáld Skírnis er Hannes Sigfússon. Sagnaverk hans, sem
birtist hér að framan, er úr nýrri og óbirtri skáldsögu hans. Er þetta
fyrsti skáldprósi sem hann birtir síðan Strandið kom út 1955.
Einnig má teljast sögulegt að í þessu Skírnishefti er að finna fyrsta
fræðiverk eftir heimspekinginn Friedrich Nietzsche sem birtist í íslenskri
þýðingu. Þar er um að ræða ritgerðina „Um sannleika og lygi í ósiðræn-
um skilningi“. Þýðendurnir, Magnús Diðrik Baldursson og Sigríður
Þorgeirsdóttir, fjalla um ritgerðina og höfundinn í eftirmálsorðum. Vil-
hjálmur Árnason túlkar í sinni ritgerð siðfræði og lífssýn þessa umdeilda
þýska hugsuðar.
Mikið af efni þessa Skírnisheftis vottar, eins og Nietzsche-ritgerðirn-
ar, um glímu við sannleikshugtakið og birtingarmyndir veruleikans.
Gunnar Karlsson fjallar um sagnfræði og sannleika í Skírnismálum sín-
um. Átök tungumáls, texta og veruleika eru einnig til umræðu í ritgerð-
um Ástráðs Eysteinssonar og Gísla Pálssonar um Kristnihald undir Jökli.
Jökullinn gegnir nokkru hlutverki bæði í ljóðinu „Hvarf“ eftir Pétur
Knútsson og í ritgerð hans „Texti og landslag", en þar fjallar hann um
kortlagningu veruleika og umhverfis. Þriðja greinin sem fjallar um verk
Halldórs Laxness er „Rætur þáttarins Temúdjín snýr heim“ eftir Eirík
Jónsson. Þar gerir hann með textasamanburði grein fyrir aðföngum
skáldsins. Laxness-greinarnar þrjár ættu að sýna hversu ólíkar leiðir er
hægt að fara að skáldskap.
Bandaríski fræðimaðurinn Gary Aho á í heftinu viðamikla grein (í
þýðingu Jóns Karls Helgasonar) um íslandsbækur breskra ferðalanga á
18. og 19. öld. Eins og Aho víkur að, hefur mynd Islands í útlöndum
iðulega mótast af lestri íslenskra fornbókmennta. Keld Gall Jorgensen
greinir svo einmitt í ritgerð sinni frá áhrifum og afdrifum Islendingasagna
hjá hinni gömlu herraþjóð íslendinga.
Heftið geymir einnig grein Eysteins Þorvaldssonar um fjórar nýjar
ljóðabækur og grein Jóns Axels Harðarsonar um Islensku orðsifjabókina.
Undanfarin misseri hafa trúmál og staða kirkjunnar verið áberandi í
þjóðmálaumræðunni. Gunnar Harðarson metur í Skírnismálum mikil-
vægi trúarhefða í samtímanum og þátt kirkjunnar í miðlun þeirra. I öðr-
um Skírnismálum ræðir Björn S. Stefánsson skilyrði lýðræðislegrar
ákvörðunar.
Sigurður A. Magnússon segir, að lokum, fregnir af þremur bókum.
Tekið skal fram að Torfi Jónsson hannaði kápu þessa Skírnisheftis,
eins og í síðustu þremur árgöngum.