Skírnir - 01.04.1993, Síða 25
SKÍRNIR
UM SANNLEIKA OG LYGI
19
ur einungis sambandi hlutanna við manninn heiti og hann hikar
ekki við að grípa til sem djarfastra myndhverfinga (Metaphern).
Taugáreiti yfirfært í myndlíki! Fyrsta myndhverfing. Síðan er
myndinni umbreytt í hljóð! Önnur myndhverfing. Og í hvert
sinn er stokkið frá einu sviði yfir á algjörlega annað og nýtt svið.
Imyndum okkur heyrnleysingja sem aldrei hefur greint tón eða
tónlist, þar sem hann býsnast yfir kladnískum hljóðmyndum* * * 4 í
sandinum og kemst að því að þær myndast fyrir tilverknað
strengjasveiflunnar. Eins og hann er sannfærður um að hann
hljóti nú að vita hvað það er sem mannfólkið kallar „tón“, þannig
er okkur öllum farið gagnvart tungumálinu. Þegar við tölum um
tré, liti, snjó og blóm, trúum við því að við vitum eitthvað um
hlutina sjálfa, en höfum samt ekkert nema myndhverfingar þeirra
og þær samræmast engan veginn upprunalegum eðliseiginleikum
hlutanna. A sama hátt og tónninn verður að mynd í sandinum,
verður þetta dularfulla X hlutarins fyrst að taugaáreiti, síðan að
mynd og loks að hljóði. Tungumálið verður því engan veginn til
með rökrænum hætti og eins má segja að ef allur sá efniviður,
sem sannindamaðurinn, vísindamaðurinn, heimspekingurinn moð-
ar úr og mótar kemur ekki beinustu leið frá Undralandi, þá á
hann þó alltént ekki upptök sín í eðli hlutanna.
Hugum nú betur að myndun hugtakanna. Orðin verða ekki
strax að hugtökum til þess eins að einstaklingurinn geti t.d. mun-
að eftir þeirri einstæðu og fullkomlega einstaklingsbundnu frum-
reynslu, sem þau spruttu úr, heldur verða þau ennfremur að geta
átt við um ótölulega mörg tilfelli, sem öll eru meira og minna
áþekk og þess vegna strangt til tekið aldrei söm og því eiginlega
gjörólík. Öll hugtök verða til við samsömun þess sem er ekki
eins. Líkt og engin tvö laufblöð eru nákvæmlega eins, þannig er
ið heimspekingum miklum heilabrotum. Á meðal þeirra var annar þýskur
heimspekingur, Arthur Schopenhauer (1788-1860), sem hafði snemma mikil
áhrif á Nietzsche, sem sjálfur var þó ekki beinlínis hrifinn af heimspeki Kants
og fer víða um hana háðulegum orðum.
4 Þý.\ „chladnische Klangfiguren". Hér á Nietzsche við eðlisfræðitilraun sem
fer þannig fram að málmplötu, sem hefur verið húðuð með sérstökum sandi
og er fest á öðrum endanum, er sveiflað þannig að sandurinn þeytist af plöt-
unni og fellur síðan í rákir sem eiga að „sýna“ hljóðsveiflurnar.