Skírnir - 01.04.1993, Page 31
SKÍRNIR
UM SANNLEIKA OG LYGI
25
verulegt eðli þeirra gjörsamlega óskiljanlegt. Það eina sem við
þekkjum raunverulega er okkar eigið framlag, tíminn, rúmið,
þ.e.a.s. framvindutengsl og tölur. En stórfengleiki náttúrulögmál-
anna, sem í senn vekur furðu okkar, krefur okkur skýringa og
gæti lætt að okkur efa um hughyggjuna, liggur einmitt fólginn í
stærðfræðilegri reglufestu og óskeikulleika hugmynda okkar um
tímann og rúmið. Þessar hugmyndir sköpum við sjálf af sömu
nauðsyn og knýr köngulóna til að spinna. Þar sem við neyðumst
til að skilja hlutina í þessum formum er heldur ekki að undra þótt
við eiginlega eingöngu skiljum þessi form í öllum hlutum. Allir
hlutir verða nefnilega að lúta lögmálum tölunnar og talan er
einmitt það furðulegasta við hlutina. Öll þau lögmál sem okkur
finnst svo mikilfengleg við hreyfingar stjarnanna og ferli efnanna
eru í rauninni sama eðlis og þær einkunnir sem við gefum hlutun-
um, til þess að geta hreykst af okkur sjálfum. Af þessu leiðir að
vísu að listræn sköpun myndhverfinga, sem er upphaf hverrar
einustu tilfinningar í okkur, hefur þessi form að forsendu, þ.e.a.s.
á sér stað í þessum formum. Stöðugleiki þessara frumforma er
eina skýringin á því hvernig myndhverfingarnar gátu síðar orðið
að heilli hugtakabyggingu. Sú bygging er nefnilega eftirlíking af
tíma-, rúm- og talnatengslunum á grundvelli myndhverfinganna.
2.
Eins og við höfum séð var það upphaflega tungumáhð en á síðari
tímum vísindin sem unnu að smíði hugtakabyggingarinnar. Líkt
og býflugan vinnur að því að byggja sér bú og fylla það hunangi,
þannig vinna vísindin baki brotnu að smíði hins mikla grafhýsis
hugtakanna, grafreit skynhrifanna. Vísindin hlaða í sífellu nýjar
hæðir, styrkja, hreinsa og endurnýja gömlu hólfin og keppast
umfram allt við að fylla þessa óhugnanlega hátimbruðu byggingu
og raða inn í hana gervöllum raunheiminum, þ.e. mannhverfinga-
heiminum. Ef athafnamaðurinn njörvar líf sitt við skynsemina og
hugtökin til að hrífast ekki burt með straumnum og tapa sjálfum
sér, þá smíðar fræðimaðurinn kofaræksni sitt þétt upp við turn
vísindanna, bæði til að hjálpa til við smíðina og til þess að leita sér