Skírnir - 01.04.1993, Page 33
SKÍRNIR
UM SANNLEIKA OG LYGI
27
með sér ungmeyjar, ef sjálf gyðjan Aþena birtist skyndilega í
fylgd Pisistratosar* * 8 þar sem hún fer með glæstu sameyki um
markaðstorg Aþenu - og því trúði heiðarlegur Aþenubúi - þá
getur á hverri andrá allt gerst líkt og í draumi og gervöll náttúran
gerir sér dælt við manninn eins og hún væri ekki annað en grímu-
dansleikur guðanna, sem gera það sér til gamans að blekkja
manninn með öllum tiltækum ráðum.
Maðurinn hefur sjálfur ómótstæðilega tilhneigingu til að láta
blekkja sig og hann er frá sér numinn af gleði þegar sagnaþulur-
inn segir honum ævintýrasögur sem væru þær sannar, eða þegar
leikarinn leikur konunginn enn konunglegri en hann er í raun og
veru. Vitsmunirnir, snilligáfa blekkingarinnar, eru frjálsir og laus-
ir úr þrældómi svo lengi sem þeir blekkja án þess að gera mein.
Þá halda þeir sínar Satúrnusarhátíðir9 og eru aldrei jafn frjóir,
auðugir, stoltir, fimir og djarfir. Þegar sköpunargleðin nær tökum
á þeim rugla þeir saman myndhverfingum og færa markasteina
sértekninganna úr stað, t.d. með því að kalla fljótið farveginn sem
beri manninn á áfangastað. Nú hafa vitsmunirnir varpað af sér
oki þjónslundarinnar, sem sligar þá vanalega sökum þunglyndis-
legra anna við að vísa einhverju vesölu og lífsþyrstu manntetri á
veginn og verkfærin. I stað þess að ræna og rupla fyrir húsbónda
sinn hafa vitsmunirnir nú sjálfir tekið við húsbóndasætinu og
mega þurrka þurfalingsdrættina úr andliti sínu. Hvað svo sem
þeir taka sér fyrir hendur, hefur í samanburði við afskræmingu
fyrri tíðar nú á sér einhvern blekkingarbrag. Vitsmunirnir líkja
eftir mannlífinu, en taka því sem góðum málstað og virðast nokk-
uð sáttir við sitt. Hinir ógurlegu burðarbitar og tréverk hugtak-
anna, sem þurfalingurinn heldur í dauðahaldi til að bjarga sér
gegnum lífið, eru fyrir nýfrjálsa vitsmunina ekki annað en leik-
föng og klifurgrindur til að leika í glannalegar listir. Og þegar
® Pisistratos (600-528 f.k.) var aþenskur harðstjóri. Sagt var að hann hafi sigrað
andstæðinga sína í mikilli orrustu við Pallene og hafi eftir það farið óáreittur
til Aþenuborear.
9 Þý: „Saturnalien". Satúrnusarhátíðir voru höfuðhátíðir Rómverja, sem þeir
héldu til heiðurs Satúrnusi að lokinni vetrarsáningu. Einkenndust hátíðir þess-
ar af miklum gleðskap.