Skírnir - 01.04.1993, Síða 34
28
FRIEDRICH NIETZSCHE
SKlRNIR
þeir mölva þær, kasta brotunum í allar áttir og raða þeim aftur í
háði saman með því að skeyta saman sem ólíkustum brotum og
skilja hin að, sem eiga saman, þá eru þeir að flíka því að þeir þurfa
ekki lengur á þurftarlegum neyðarúrræðum að halda og láta ekki
lengur stjórnast af hugtökum, heldur innsæi. Frá innsæinu liggur
engin greið leið til hins draugalega skipulags, sértekninganna:
Orðið er ekki ætlað þeim og þegar maðurinn sér þau slær ýmist á
hann þögn eða hann tekur að tala í eintómum forboðnum mynd-
hverfingum og framandi hugtakasamsetningum til að tæta í sund-
ur og hafa að háðungi þau gömlu höft sem hugtökin settu mann-
inum og geta a.m.k. með því móti samsvarað magnþrungnum
áhrifum augnabliksinnsæisins á skapandi hátt.
A vissum tímabilum standa skynsemisveran og innsæisveran
hlið við hlið, önnur óttast innsæið, hin hæðist að sértekningunni;
sú síðarnefnda er jafn óskynsöm og sú fyrrnefnda er ólistræn.
Báðar fýsir að drottna yfir lífinu; sú fyrrnefnda tekst á við helstu
erfiðleika lífsins með forsjálni, hyggindum og reglusemi, sú síðar-
nefnda með atgervi „ofurhugans", sem horfir fram hjá erfiðleik-
unum og tekur hinni listrænu og fögru blekkingarhulu lífsins sem
raunveruleikanum sjálfum. Þegar vopnaskak innsæisverunnar
reynist sigursælla en mótleikara hennar, eins og t.d. var raunin í
Grikklandi hinu forna, má vera að henni auðnist að móta menn-
ingu og láta listina drottna yfir lífinu. Blekkingin, höfnun þurfa-
lingsháttarins, ljóminn sem geislar af myndhverfingum skynhrif-
anna og yfirleitt milliliðalaus tálsýnin eru alstaðar fylgifiskar slíks
lífernis. Hvorki híbýlin, göngulagið, klæðaburðurinn né leirkerið
bera með sér að neyðin hafi skapað þau. Allt þetta virðist eiga að
tjá háleita hamingju, ólympíska heiðríkju og einskonar leik að al-
vörunni. Á meðan sá sem lætur stjórnast af hugtökum og sér-
tekningum notar þau ekki til annars en að halda óhamingjunni í
skefjum og veita sér lausn frá þjáningu, án þess að knýja fram
með þeim hamingju sér til handa, uppsker innsæisveran, umvafin
menningu, ekki bara vörn gegn böli heldur sífellda uppljómun,
örvun, lausn. Vissulega þjáist hún ákafar þegar hún á annað borð
þjáist. Já, hún þjáist líka oftar vegna þess að hún kann ekki að
læra af reynslunni og dettur aftur og aftur í sömu gryfjuna. Inn-
sæisveran er því jafn óskynsöm í þjáningu sem gleði, hún öskrar