Skírnir - 01.04.1993, Page 38
32
FRIEDRICH NIETZSCHE
SKÍRNIR
sjálfan sig að „ofurmenni", má eflaust fullyrða, þegar öllu er á botninn
hvolft, að oftast sé meiri ávinningur í sjúkdómsgreiningum Nietzsches
en lækningaráðum. Að því leyti sem tómhyggjuhugtakið lýsir öðru
fremur „ógildingu allra gilda“ mannlífsins, tengist nútímagreiningin
beinlínis athugunum Nietzsches á gildi siðferðisins, en um það fjalla sér-
staklega bækurnar Handan góðs og ills (Jenseits von Gut und Böse, 1886)
og Um sifjafrœði siðferðisins (fZur Genealogie der Moral, 1887). Auk
spurningarinnar um sannleikann er þetta annað meginstef þeirrar rit-
gerðar um sannleika og lygi, sem hér fer á eftir.
ítalski heimspekingurinn Mazzino Montinari svaraði því eitt sinn til
er hann var spurður hvað valdi því ómótstæðilega aðdráttarafli sem
heimspeki Nietzsches hefur, að áhugi okkar fyrir þessari hugsun verði
ekki skilinn nema með hliðsjón af þeim menningarlega samruna sem átt
hefur sér stað á undanförnum áratugum. I ljósi þessa er í senn skiljanlegt
að afturhaldssinnar gátu haft Nietzsche til vitnis um afturför nútíma-
menningar og upplausn gróinna gilda og að róttæklingar gátu lesið verk
hans sem lausn frá úreltum og sligandi veruleika. Á okkar tímum höfða
rit Nietzsches til fólks á hin ólíkasta hátt. Fyrir sumum eru þau
viðfangsefni þröngra textarannsókna, fyrir öðrum eru orð Nietzsches
uppspretta lífheimspekilegs skilnings, eins konar óður til lífsins, handan
firringar, kerfis og stofnana. Það er því ekki að undra, svo nýlegt dæmi
sé tekið, þótt ráðvilltir og leitandi íbúar Austur-Þýskalands og annarra
ríkja Varsjárbandalagsins sáluga kafi einmitt í viskubrunn Nietzsches til
að gera sér gleggri mynd af óreiðu samtímans.
Sumarið 1873 var Nietzsche svo illa haldinn af augnveiki að hann gat
ekki með neinu móti lesið eða skrifað. Svo heppilega vildi til að gamall
skólabróðir hans, Carl v. Gersdorff var staddur í heimsókn og gat lið-
sinnt Nietzsche með upplestri og með því að skrifa bréf og hripa niður
ýmislegt sem Nietzsche lá á hjarta. Um þessar mundir beindi hinn ungi
prófessor (Nietzsche hafði hlotið prófessorsstöðu í klassískri textafræði
við háskólann í Basel 1869, aðeins 25 ára gamall) öllum kröftum sínum
að undirbúningi háskólafyrirlestra um forna mælskulist, skáldskapar-
fræði og ýmsar spurningar tengdar því efni. Ekki er vitað með vissu hvað
vakti fyrir Nietzsche með hugleiðingunum um sannleika og lygi, en hitt
er víst, að hér er ekki á ferðinni heimspekirit í þeim skilningi sem við
eigum að venjast, heldur nokkurs konar drög eða öllu heldur minnis-
blöð, sem voru ekki ætluð til birtingar. Það kann því að skjóta nokkuð
skökku við, að einmitt þessi ritgerð, sem var ekki prentuð fyrr en árið
1896, þegar Nietzsche var löngu sokkinn í svartnætti geðveikinnar, skuli
hafa haft jafn mikil áhrif á skýrendur og raun ber vitni. En þótt þessar