Skírnir - 01.04.1993, Side 42
36
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
að halda því fram, að maður sé hvorki ættstór, ríkur né hraustur, en samt
sem áður „agaþós“.3
Með sama hætti segir Nietzsche höfðingjann útnefna sjálfan
sig göfugan bæði í krafti valdastöðu sinnar og eiginleika á borð
við þá sem Eyjólfur nefnir, enda verður vart skilið þar á milli.
Svipaðan skilning er að finna í Islendingasögunum þar sem „hinir
beztu menn“ fá þá einkunn jafnt fyrir samfélagsstöðu sína og at-
gervi.4 Oneitanlega minnir það á höfðingjasiðferði Nietzsches
þegar Sigurður Nordal talar um „fyrirmannlega lífsskoðun í
heiðnum dómi“ í kaflanum um drengskap í Islenzkri menningu.5
Það er einkum tvennt í lýsingu Sigurðar sem kallast á við grein-
ingu Nietzsches. Annars vegar það að „hátterni heiðinna manna
var [...] metið af þjóðfélaginu eða einstaklingunum sjálfum án
þess dómnum væri áfrýjað lengra“6 og hins vegar að í sögunum
sé manneskjan einkum dæmd af eiginleikum sínum og upplagi,
virðingu hennar fyrir sjálfri sér. „Ef þýða ætti orðið drengskap
með einu orði öðru, mundi sönnu næst að kalla hann mdttar-
gnebi,“ segir Sigurður.7
Varla er hægt að hugsa sér betra orð á íslenzku en máttargæði
til þess að lýsa inntaki höfðingjasiðferðis Nietzsches. Eins og
áður sagði er máttur höfðingjans í senn persónulegur og félags-
legur og þetta tvennt er samofið. Hann er stoltur af stöðu sinni
og yfirburðum, en styrkur hans felst líka í hreysti og hugrekki.
Til samans gera þessir þættir honum kleift að ganga hreint til
verks, en hreinskilnin er það aðalsmerki sem Nietzsche heldur
mest á lofti. Hann segir að höfðinginn sé „uppréttur", sem minn-
ir á dranginn í rót orðsins drengskapur. Hugtakið máttargæði
3 Óbirt erindi flutt á vegum Félags áhugamanna um heimspeki, 26. febrúar,
1977, s. 6. Sjá einnig orðsifjagreiningu Nietzsches í GM I 5 og 10.
4 Dæmi sem Nietzsche tekur um „eðla kynþætti" eru rómverskur, arabískur,
germanskur og japanskur aðall, hómerskar hetjur og skandinavískir víkingar.
Þetta eru greinilega ekki allt „ljóshærð villidýr" í bókstaflegri merkingu, þótt
Nietzsche noti það hugtak í þessu samhengi, sjá GM I 11. Sjá Arthúr Björgvin
Bollason, Ljóshærða villidýrið (Reykjavík: Mál og menning 1990), s. 38-39.
5 Sigurður Nordal, íslenzk menning I (Reykjavík: Mál og menning 1942), s. 199.
6 Sama rit, s. 188.
7 Sama rit, s. 195.