Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 44
38
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
Höfðingjar bindast gjarna sterkum böndum gagnkvæmrar
virðingar og vináttu, en einungis meðal jafningja. Gagnvart öðr-
um eiga þeir til að haga sér eins og villidýr og víla ekki fyrir sér
að myrða, nauðga og pynda þegar sá gállinn er á þeim (GM I
ll).10 Sú orkugnægð og sjálfsánægja sem eru forsendur dygða
höfðingjans gera hann því jafnframt að hræðilegum, samvizku-
lausum ógnvaldi. En jafnvel í því sér Nietzsche ‘góða’ eiginleika,
því í ofbeldi sínu gengur höfðinginn hreint til verks en elur ekki á
fæð og langrækni í garð óvina sinna eða andstæðinga. Til að verj-
ast þessum vargi hljóta hinir veikari að grípa til sinna ráða og
undan þeirra rifjum er þrælasiðferðið runnið, en það er önnur
meginuppspretta siðadóma að mati Nietzsches.
3. Þrælasiðferði
Þrælasiður er ávöxtur af lífskilyrðum hinna undirokuðu, þjáðu
og minnimáttar í samfélaginu. Það blasir við að slíkir þjóðfélags-
hópar hreykja sér ekki af kostum sínum, eins og sjálfmiðaðir
höfðingjarnir gera, heldur eru þeir óánægðir með hlutskipti sitt.
Þrællinn lifir í ótta við herra sinn og er tortrygginn gagnvart öllu
því sem höfðingjarnir miklast af og tíunda sér til ágætis. Eigin-
leikar og lífsgildi höfðingjans ógna tilvist þrælsins en hann verður
nauðbeygður að lúta þeim. Þess vegna er fyrsta hugsun þrælsins
alls ekki ágætiseinkunn til handa sjálfum sér, heldur beinist hún
að hinum, höfðingjanum, sem vekur ugg og ótta. Höfðinginn er
hinn illi, hinn hræðilegi, og það er fæðin eða öfundarblandið hat-
rið (ressentiment) í hans garð sem gefur þrælasiðnum sköpunar-
kraft.* 11 Einkunnin „góður“, sem andstæða hins illa, er síðan
10 Hér mætti minnast þess hvernig Gísli Súrsson sendir þræl sinn í opinn dauðann.
11 Þrælasiðferðið á sér fjölþættari rætur en veika samfélagsstöðu, sbr. það sem
Nietzsche segir um prestastéttina (GM I 6), en hún elur líka á ressentiment í
garð hinna harðskeyttu höfðingja. Mér sýnist Matthías Johannessen hafa skýrt
Njálu útfrá þessari hugsun: „I fornmáli er talað um öfundarhatur. Mörður
þjáðist af því. Og þeir sem eru haldnir þessari aðþvíer virðist ólæknandi
ástríðu eða meinsemd geta hvenærsem er kveikt nýja Njálsbrennu. Arfasátan
er í eðli þeirra.“ Matthías telur að Mörður hafi öfundað Gunnar á Hlíðarenda
„af glæsimennsku hans, orðstír og atgervi". „Helgispjall", Morgunblaðið,
sunnudaginn 27. september 1992.