Skírnir - 01.04.1993, Page 48
42
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
kvarða á réttlæti sem siðferðileg skynsemi krefst.16 Þar með er
kominn upp siðferðilegur dómstóll sem einstaklingar verða að
svara til saka fyrir, og sjálfdæmi höfðingjans um eigið ágæti og
jafnvel hamingju er ekki lengur marktækt. Með þessum hætti fer
þrælasiðurinn með sigur af hólmi.
4. Nánar um siðagagnrýni Nietzsches
Þegar Nietzsche talar um mannlegt siðferði, eins og hann gerir í
öllum sínum bókum, á hann yfirleitt við það siðferði sem er
runnið undan rifjum þrælanna og kennir það gjarnan við hjarð-
mennsku, öfundarhatur eða eitthvað ámóta. Nietzsche segir ákaf-
lega margt um þetta efni og erfitt getur reynzt að koma því öllu
heim og saman. Ég ætla samt að freista þess að varpa ljósi á
nokkur grunnstef í greiningu hans með því að staðsetja hana í
heimspeki hans almennt.
Það liggur beint við að byrja á tengslum siðagagnrýni
Nietzsches við frumspekigagnrýni hans. Kenning Nietzsches um
eðli og gerð veruleikans liggur raunar til grundvallar öllu því sem
hann hefur að segja um mannlegt siðferði. Segja má að heimssýn
Nietzsches sé af ætt Heraklítosar. I innsta eðli sínu er veruleikinn
óreiða, öngþveiti án forms og festu. Manneskjan er aftur á móti
merkingarvera og sem slík skapar hún sér lífsskilyrði með því að
koma á skikkan og sköpulagi í veruleikanum. Vera sem nærist á
merkingu hefur ekki meira óreiðuþol en svo, að hún verður að
rökvæða veruleikann, njörva síkvika (,,dýnamíska“) verðandina
niður við kyrrstæða (,,statíska“) eiginleika verunnar. Þetta er vilj-
inn til valds í hnotskurn: „að þröngva eiginleikum verunnar upp
á verðandina - það er æðsti viljinn til valds“ (KSA 12, 7[54]).
Þannig gengur sannleiksvilji manna óhjákvæmilega útfrá þeim
frumspekilegu ósannindum að veruleikinn búi yfir merkingu.
Tungumálið leikur þarna lykilhlutverk, því það er í orðræðunni
16 Sbr. orðaskipti Pólosar og Sókratesar um Arkelás Makedóníukonung; Platon,
Gorgías, þýð Eyjólfur Kjalar Emilsson (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag 1977), 470-71.