Skírnir - 01.04.1993, Page 57
SKÍRNIR
VIÐ RÆTUR MANNLEGS SIÐFERÐIS
51
Ofurmennið dregur alls ekki dám af taumleysi höfðingjans,28
siðmenningin hefur séð honum fyrir taumhaldi, heldur líkist
honum í heilindum, sjálfsvirðingu og sjálfsframlagi. Þess vegna
minnist Nietzsche líka oft á börn þegar hann lýsir hugsjón sinni.
„Þroski manns: það er að hafa endurheimt alvöruna sem maður
bjó yfir sem barn, að leik“, segir hann í einum orðskviða sinna
(JGB 94). Við fyrstu sýn kemur á óvart að Nietzsche skuli tala
hér um alvöru því alvörugefni er eitt af því sem sligar bældan
þrælinn. En áhyggjublandin alvörugefni er annars eðlis en barns-
leg alvara leiksins sem vekur einkum upp hugmyndir um algjöra
og undanbragðalausa sjálfstjáningu. Ahyggjuleysi og ekki sízt
sak-leysi heilbrigðs barns gerir því kleift að gleyma sér í leiknum
og njóta stundarinnar í kátri alvöru. Þessi leikgleði er því algjör
andstæða tómhyggjunnar sem getur ekki fellt sig við lífið eins og
það er. Hin barnslega afstaða gerir mönnum kleift að sættast við
óreiðu heimsins og skapa úr henni nýjan heim. I Svo mælti Zara-
þústra er barnið hæsta stigið í „þremur myndbreytingum and-
ans“. Fyrsta stigið er kameldýr, sem líkt og þrællinn tekur mögl-
unarlaust á sig ok siðmenningarinnar. Annað stigið er ljónið sem
hristir af sér alla hlekki og kveður „heilagt Nei“ við boðum og
bönnum. En þriðja stigið er barnið sem gefur lífinu ný gildi í
skapandi játningu: „Heilagt „Já“, bræður mínir, er nauðsynlegt
fyrir leik sköpunarinnar: nú vill andinn sinn eigin vilja, og sá sem
hafði glatazt heiminum, vinnur nú sinn eigin heim“ (Z I Um
myndbreytingarnar þrjár).
Það er fleira athyglisvert við leikinn sem Nietzsche verður
tíðrætt um í verkum sínum.29 Leikur er þess eðlis að maður verð-
ur að gefa sig allan í hann og láta að hreyfingum hans - maður
stjórnar honum ekki en er farvegur hans með einlægri þátttöku.
Lífið sjálft hefur svipaða eiginleika. Sú verðmætasköpun sem er
kjarninn í endurmati allra gilda er því ekki gerræðislegur tilbún-
28 Þetta er útbreiddur misskilningur á „Ubermensch". í inngangi þýðingar sinn-
ar á Gorgíasi eftir Platon skrifar Eyjólfur Kjalar Emilsson, til dæmis (s. 34):
„Siðfræði Kallíklesar er taumlaus einstaklingshyggja, og minnir manngildis-
hugsjón hans helzt á ofurmenni Nietzsches [...].“
29 Sjá t.d. Alan D. Schrift, Nietzsche and the Question of Interpretation
(London/New York: Routledge 1990), sérstaklega s. 63-73.