Skírnir - 01.04.1993, Page 61
SKÍRNIR
VIÐ RÆTUR MANNLEGS SIÐFERÐIS
55
oki óánægjunnar og fagnar tímanleika sínum. í Svo mælti Zara-
þústra er líka kafli um „frjálsan dauða“ sem hefst með orðunum:
„Deyðu á réttum tíma“.33 Mér virðist þessi hugmynd falla vel að
túlkun minni á lífernislist ofurmennisins. Að elska örlög sín og
takmarkanir er ekki sízt að sætta sig við eigin dauðleika. Og að
lifa þannig á hverri stundu að maður geti hugsað sér hana endur-
tekna um alla eilífð er sama hugmynd og að lifa á réttum tíma. I
hugsun Nietzsches felst að þeir sem ekki geti lifað á réttum tíma
geti ekki heldur dáið á réttum tíma. Dauðinn kemur þeim alltaf
að óvörum því þeir eru ósáttir. Lausnin liggur ekki í því að lifa í
voninni um annað líf heldur í því að fagna jarðlífinu sjálfu. Það
geta þeir ekki nema í þeirri djúpstæðu sátt við sjálfa sig sem ein-
kennir ofurmennið. Að öðrum kosti lifa þeir í „sygdommen til
doden", eins og Sören Kierkegaard orðaði það.
Það er reyndar athyglisvert að bera saman Nietzsche og
Kierkegaard að þessu leyti. Óhætt er að segja að þessir höfundar
fáist einkum við tilvistarvanda mannsins og þótt þeir greini hann
á ólíka vegu þá gegnir tímanleikinn lykilhlutverki hjá þeim báð-
um. Hjá Kierkegaard kemur þetta atriði hvað bezt fram í hugtaki
hans endurtekningunni, sem hann segir frá í samnefndri bók:
Satt að segja veitir ástin í endurtekningunni ein hamingju. Fremur en
endurminningunni fylgir henni hvorki eirðarleysi vonarinnar né kvíði
ævintýralegrar uppgötvunar, en henni fylgir ekki heldur angurværð end-
urminningarinnar: hennar er hið sæla öryggi andartaksins. [. . .] Og sá
einn verður hamingjusamur, sem ekki blekkir sjálfan sig með því að
halda, að endurtekningin sé eitthvað nýtt. Haldi hann það, verður hann
leiður á henni. Æskan vonar og æskan minnist, en til að vilja endurtekn-
inguna þarf kjark. Sá, sem aðeins vill vona, er huglaus; sá, sem aðeins vill
minnast, er makráður; en sá, sem vill endurtekninguna, er manneskja.34
Sú hugsun sem hér er á ferðinni er að mínu mati náskyld þeirri
sem ég hef verið reifa í tengslum við lífernislist ofurmennisins,
þótt forsendur Kierkegaards og Nietzsches séu gerólíkar. Fyrir
33 Ég hef rætt þessa hugmynd í grein minni „’Deyðu á réttum tíma’. Siðfræði og
sjálfræði í ljósi dauðans." Skírnir 164 (haust 1990), s. 288-316.
34 Sören Kierkegaard, Endurtekningin, þýð. Þorsteinn Gylfason (Reykjavík:
Helgafell 1966), s. 22.