Skírnir - 01.04.1993, Page 62
56
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
Kierkegaard er það að lifa í endurtekningunni líf á trúarlegu til-
verustigi fyrir náð eða kraft Guðs. Sá sem lifir í endurtekningunni
hefur sigrazt á hverflyndi fagurkerans og alvörugefnum sjálfbirg-
ingshætti hins siðferðilega stigs. Lífsmáti fagurkerans getur verið
með tvennum hætti. Hann getur verið flysjungur sem stjórnast af
ást á hinu einstaka og leitar síendurtekinnar fullnægingar í unaðs-
semdum lífsins. Hann getur líka verið fræðilegur hugsuður eða
gruflari sem gælir við hugmyndir án þess að tileinka sér þær í lífi
sínu. I báðum tilvikum er hann líkt og áhorfandi að lífinu en gef-
ur sig því ekki á vald, skuldbindur sig ekki og forðast umfram allt
að takast á við sjálfan sig. Hinn siðferðilegi einstaklingur aftur á
móti festir ráð sitt í hinu almenna og gengst, líkt og hjarðmenni
Nietzsches, undir þær skuldbindingar sem félagsleg hlutverk
hans leggja honum á herðar.
Hér er ekki ráðrúm til að rekja þessar hugmyndir
Kierkegaards, enda meginatriðið að benda á að takmarkanir þess-
ara tilverustiga felast fyrst og fremst í því að þau fullnægja ekki
manneskjunni. Það er alþekkt að menn tapi sjálfum sér í fáfengi-
legri eftirsókn eftir stundlegum gæðum og það er líka algengt að
menn flýi ábyrgðina á eigin lífi inn í heim hugmyndanna, t.d sið-
fræðilegra og guðfræðilegra kenninga. Þýlyndi við hefðir, reglur
og siði samfélagsins undir formerkjum siðferðilegrar ábyrgðar er
ekki heldur traustur grunnur að byggja líf sitt á. Menn geta koll-
siglt lífi sínu bæði innan marka hins fagurfræðilega og hins sið-
ferðilega tilverustigs og þá reynir á möguleika endurtekningar-
innar:
Þegar tilverunni er kollsiglt, mun koma í ljós, hvort maðurinn hefur
kjark til þess að skilja, að lífið er endurtekning, og löngun til þess að
hlakka til hennar. Sá, sem ekki kollsigldi lífi sínu, áður en hann tók að
lifa, mun aldrei lifa. Sá, sem kollsigldi því, en fékk nóg, er illa farinn. Sá,
sem valdi endurtekninguna, lifir.35
En hvað þýðir það að velja endurtekninguna? Lykilinn að
henni er líkast til að finna í orðum Krists um að láta hverjum degi
35 Sama rit, s. 22.