Skírnir - 01.04.1993, Síða 63
SKÍRNIR
VIÐ RÆTUR MANNLEGS SIÐFERÐIS
57
nægja sína þjáningu. Það þýðir að beina kröftum sínum að líð-
andi stund, njóta hennar og /eða nýta hana, allt eftir þeim verk-
efnum sem við blasa. „Sá, sem vill endurtekninguna, hefur þrosk-
azt í alvörunni," segir Kierkegaard í Endurteknmgunni?5 Líkast
til er það sama barnslega alvaran og hann í Ugg og ótta kallar -
nánast með sömu orðum og Nietzsche - „hina elskulegu alvöru
sem heyrir leiknum til“.36 Að vilja endurtekninguna er þá að
takast á við lífið af einlægni og heilindum - falla hvorki í freistni
vona né endurminninga.37 Ástin er aðeins í endurtekningunni,
því hún er ævarandi verkefni sem er alltaf hér og nú, en er hvorki
hægt að ljúka né fresta. Kærleikurinn, sem Kristur boðaði, leyfir
engin undanbrögð frá líðandi stund. Sá sem vill verða farvegur
Guðs þarf að einbeita sér að andránni, sem eilíft endurtekur sig.
Þannig þjónar hann lífinu á vettvangi dagsins og semur sig í sátt
við það.
Hætt er við að Nietzsche yrði bumbult af þessari samlíkingu,
enda er kjarninn í lausn Kierkegaards trúin á hjálpræði Jesú
Krists sem Nietzsche hafnaði, að því er virðist af innstu sannfær-
ingu.38 Þar með er ekki sagt að hugsun Nietzsches sé ekki á trúar-
legu stigi. Hann bendir á að raunsæi allra helztu trúarbragða
mannkyns komi fram í því sameiginlega viðhorfi þeirra að „end-
urlausnin" sé ekki fólgin í siðferðilegri dygð (GM III 18). Á köfl-
um birtist ofurmennið í hlutverki endurlausnara sem Nietzsche
boðar og vonast eftir:
35 Sama rit, s. 23.
36 Sören Kierkegaard, Frygt og bceven (1843), „Epilog“.
37 Fyrir nokkrum árum var sýnt í Reykjavík leikritið Farðu ekki eftir norsku
skáldkonuna Margaret Johansen. Þar er maður sem þoldi hvorki sjálfan sig né
konuna sína og beitti hana hræðilegu ofbeldi. Hann virtist þó (a.m.k. blekkti
hann nokkra áhorfendur) eiga sínar góðu hliðar, sem komu fram í rómantísk-
um endurminningum um liðna tíð og gælum við framtíðina. En hann gat með
engu móti tekizt á við líðandi stund - óreiðuþol hans, sem kona hans og barn
reyndu stöðugt á, var ekkert. Aðrir, sem kunna að vera meinleysismenn, sóa
allri orku sinni í áhyggjur af því liðna og kvíða hinu ókomna, en missa jafnóð-
um af lífi líðandi stundar.
38 Samt sem áður er afstaða Nietzsches til Krists sjálfs tvíbent. Árásir hans á
kristnina, sem á köflum eru heldur ódýrt níð, beinast mest að útleggingum
Páls postula á ritningunni og að sögu kirkjunnar. Rétt er að minnast þess að
Kierkegaard var líka óvæginn gagnrýnandi kristindóms.