Skírnir - 01.04.1993, Síða 74
68
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
skoðunum um eðli tímans og hvernig tungumál manna bera vott
um þetta eðli. Þegar hann syngur sálm sem hann þekkir vel, segir
hann, „þenst út líf söngsins í tvær áttir: aftur inn í minningar
mínar, sem er það sem ég er búinn að syngja á hverjum tíma, og
fram í væntingar mínar, sem er það sem er enn ósungið".4 Ófull-
komleiki manna birtist í því að tungumál þeirra á sér tilvist ein-
göngu í tímanum: tímaleysi hins guðdómlega tungumáls er orðið
sem er í upphafi með guði, hinn tímalausi altexti, óskiptur og
heill, sem guð mælir fram í eilífðinni.
Latnesku og grísku textarnir sem Ágústínus las báru þess
merki að textinn væri hugsaður sem óslitin táknaröð, hann var í
eðli sínu ennþá einvíður. Hann var t.d. ekki orðskiptur. Þegar um
bundið mál var að ræða voru vísuorðin ekki línuskipt: það að
nota línuskiptingu í takt við kveðandi söngsins er seinni tíma
hugdetta, frá því er menn tóku að endurrita skóglendi heimstext-
ans og nóg var til af pappír. Elstu textar eru gjarnan ritaðir bou-
strophedon, þannig að textinn lykkjast fram og til baka eins ög
plógmaður stýri eykinu, því fyrstu ritarar komu sér ekki til að
slíta framrás málsins milli lína og fólk yfirleitt óvant slíkri augna-
leikfimi.5 Á sama hátt skriðu rúnatextar Norðmanna í slönguham
um steininn, enda kallar form steinsins ekki á línuskiptingu.
Línuskipting gerir textann tvívíðan, svo ör tímans færist ávallt
til hægri og niðurávið; svo málfræðingar geti talað um „vinstri-
færslu" orða; svo við getum vísað til þess sem sagt var „hér að
ofan“.
2
Frumbyggjar Ástralíu lifðu í margar árþúsundir, sumir segja í
tugi árþúsunda, án bókritaðra texta. Islendingar afturámóti hafa
4 Játningar Ágústínusar XI. xxix (38). Samkvæmt Plotínusi á tíminn sér tilvist í
þessari þenslu eða þrota lífsins: ðtdaTaCTic oíiu CotÍc xpóvov elxe, 111.7.11.
5 Orðið texti, sem er latneskt, frá sögninni texere, að vefa, vísar upprunalega til
boustrophedon-ritunar, því vefarinn skýtur skutlinum fram og til baka á sama
hátt. Orðið boustrophedon er samsett úr grísku bous ‘nautgripur’ og strophé
‘snúningur, það að snúa við’. Strophé er notað í bragfræði og merkir erindi, en
orðið kemur einnig fram í orðinu stroff, sem tengir það aftur við vefnað.