Skírnir - 01.04.1993, Page 78
72
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
þá skrúfuð föst. Því næst kíkir athugunarmaður í gegnum hana
frá öfugum endanum, og gætir þess um leið að hún hafi ekki
haggast. Sjáist þá í land, er þar jökulskin, og þar á eftir að kort-
leggja önnur jökulskinssvæði; sjáist hins vegar aðeins í himin, get-
ur göngumaður verið viss um, að hann standi á ystu mörkum
jökulskins á þessum hnetti, og kasti því sjálfur jökulskugga þaðan
sem hann stendur út í himingeim.
Athugun þessi tekur að öllum líkindum nokkur ár í fram-
kvæmd, og þurfa vanir fjallgöngumenn að taka þátt í henni. Að
sjálfsögðu er eingöngu hægt að vinna að henni þegar skyggni
leyfir. Sérstaklega verður verkið vandasamt í byggð og í kringum
stór mannvirki, sökum þess að hús kasta jökulskuggum; en þessi
þáttur verksins er ekki síst nauðsynlegur fyrir íbúa höfuðborgar-
innar þar sem jafnvel í miðbænum leynast auð jökulskinssvæði.
Að lokinni athugun legg ég til að unnið verði úr niðurstöðum
á eftirfarandi hátt. Fenginn verður heimsþekktur umhverfislista-
maður á borð við Christo, sem hefur víðtæka reynslu í að pakka
inn stórum landssvæðum, og hann beðinn um að stjórna því
verki að klæða allt landið hvítu plasti þar sem jökulskins gætir, en
svörtu plasti þar sem landið er í skugga. Hægt væri að undirbúa
þetta verk í nokkur ár með því að halda til haga öllu hvíta plast-
inu sem bændur nota utan um heyrúllur sínar. Nýlega eru bænd-
ur einnig byrjaðir að nota svart plast. Ef til vill væri hægt að fá þá
til að nota hvítt eða svart plast eftir því hvort þeir sæju til jökuls-
ins eða ekki, og mundi sú ráðstöfun flýta nokkuð fyrir fram-
kvæmd þessa þáttar verksins. Allar húshliðar sem vita til jökuls
skulu málaðar hvítar, en þær sem vísa frá svartar. Að þessu öllu
loknu væri rétt að taka eina mynd af Islandi frá gervitungli. Eg er
viss um að það yrði athyglisverð ljósmynd.
Onnur aðferð er ónákvæmari, en eitthvað léttari í fram-
kvæmd. Litlum halógenlampa er komið fyrir efst á Snæfellsjökli á
stóra upphleypta íslandskortinu í Ráðhöll Reykavíkurborgar.
Sverfa þarf af fjallinu svo að ljósið verði ekki hærra en fjallið væri
ella. Salurinn er myrkvaður, og ljósmynd tekin frá bómu sem
komið er fyrir yfir kortinu. Ekki kemur að sök að hæðarmunur á
kortinu er ýktur, því hlutföllin eru þau sömu á öllu kortinu. Eg
er viss um að þetta yrði líka skemmtileg ljósmynd.