Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 80
74
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
þótt lesandi lesi allt tímaritið afturábak frá hægri til vinstri (mið-
að, að sjálfsögðu, við opna bók), eða lesi ef til vill aðeins greinina
en ekki ljóðið, eða aðeins ljóðið en ekki greinina, eða jafnvel
hvorki ljóðið né greinina. En eftir á, ef svo má að orði komast,
þegar lesandi hefur lesið bæði ljóðið og greinina - getur það ekki
verið að hann gleymi, í fyllingu tímans, hvort hann hafi lesið
ljóðið í ljósi greinarinnar eða greinina í ljósi ljóðsins? Hverfur þá
ekki upprunalega tímaröðin?
Ekki að fullu. Því alltaf má athuga úr hvaða átt það ljós kemur
sem notað er við lestur. Með því að athuga vandlega ljósfleti text-
ans, og hafa með sér gott bókmenntakort, er oftast hægt að miða
út ljósgjafana á hverjum tíma. Og hér og þar finnum við staði í
bóktexta þar sem sér vítt til margra átta, einsog útsýnisstaði auð-
kennda með alþjóðlegu umferðarmerki sem gefur til kynna
blómlega víðáttu, þar sem hægt er að pissa í beinni sjónlínu frá
Snæfellsjökli og Eiríksjökli og Hallgrímskirku í senn.
Að vísu getur manni lengi sést yfir slíka staði í bóktextum á
meðan notast er við sjónpípuaðferðina, því þótt yfirborð bók-
textans virðist á stundum vera tvívíður flötur eins og landakort,
hefur hann í reynd fleiri birtingarmyndir. Roland Barthes lýsir
texta sem margvíðu rými þar sem „margbreytileg skrif blandast
og rekast á án þess að nokkur þeirra séu upprunaleg“.8 Eg kann
ekki að segja frá þeirri margvíðu sjónpípu sem þarf til að kort-
leggja ljósfleti bóktexta. Bókmenntafræðingar notast helst við
Ráðhallaraðferðina til þess arna, búa til marvísleg líkön sem eiga
að sýna bókmenntalandslag frá ýmsum sjónarhornum, enda
margir bókmenntafræðingar furðu lúmskir við að láta þessi líkön,
þessar kenningar, líkjast hinu raunverulega landslagi. En ekkert
gengur upp að fullu. Kortið í Ráðhöllinni tekur ekki tillit til
hnattlögunar yfirborðs jarðar. Bókmenntakenning er að því leyti
lík raunvísindakenningu, að hún er nothæf þangað til hún er ekki
lengur nothæf.
Tölvutaka texta er þegar byrjuð að valda umróti í heimi bók-
fræðinnar. Margt bendir til þess að tímabil hinnar tvívíðu birting-
8 „Dauði höfundarins“, þýð. Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Spor í
bókmenntafrxði 20. aldar, Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands 1991:177