Skírnir - 01.04.1993, Page 84
78
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
gerðina. Þegar á líður söguna tekur Umbi svo að efast stórlega
um rökræn tök sín á þeim heimi sem hann er staddur í; að vísu er
ekki vandi að skrásetja ástand kirkjunnar en þegar kemur að
mannfólkinu þarf að fara að segja frá, setja mannlega hegðun í
frásagnarsamhengi, og þá kemst Umbi að því sem Halldór Lax-
ness lýsir svo í grein frá árinu 1962: „Skáldsaga gerist reyndar
ekki í veruleikanum, en það gerir sönn saga ekki heldur."1 „Saga“
verður umsvifalaust drög að sérheimi, háðum vitundinni og frá-
sagnarlögmálum sem að honum standa. Allir sem skrifað hafa um
Kristnihaldið hafa bent á að Umbi glati fljótt hlutleysi sínu og
áhorfandastöðu og verði þátttakandi í heiminum undir Jökli. En
það sem veldur honum mestum ónotum er kannski ekki sjálf
þátttakan, heldur óvissan um eðli veruleikans sem hann flækist í.
Hann á að skrifa þurrt og nótera staðreyndir2 - en þetta skyldu-
starf hans leiðir hugann að táknbúningi veruleikans, tungumál-
inu, og þannig snýst verkið einum þræði um samband tungumáls,
veruleika og skáldskapar. Talið berst jafnvel að skáldsagnagerð
snemma í sögunni þegar Umbi hugsar sem svo að þó að allir fugl-
ar fljúgi betur en flugvélar þá séu allir fuglar „kanski dálítið ráng-
ir, af því það hefur ekki fundist fullgild formúla að fugli í eitt
skifti fyrir öll, á sinn hátt einsog allar skáldsögur eru vondar af
því aldrei hefur fundist rétt formúla að skáldsögu“ (24). Þetta er
dæmi um hvernig verkið er opnað fyrir lesanda; merkingarleit
hans er gerð opinská um leið og hann fær á tilfinninguna að
Umbi hafi flækst inn í „ranga“ skáldsögu, þar sem hann „fýkur í
logni með svipuðum hætti og bréf fýkur í stólparoki", eins og
Umbi segir um kjóann (23), og þó er það svo að þessi fugl, Umbi,
er umboðsmaður lesandans ekki síður en biskupsins og við verð-
um að rýna í það „bréf“ sem til okkar berst frá honum. Verkið
opinberar skáldeðli sitt - Jón Prímus telur að menn „komist nær
sköpunarverkinu í fabúlunni en sönnu sögunni þegar öllu er á
1 „Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit", XJpphaf mannúðar-
stefnu, Helgafell, Reykjavík 1965, bls. 68.
2 Sbr. orð biskups þar að lútandi; Kristnihald undir Jökli, Helgafell, Reykjavík
1968, bls. 18. Eftirleiðis verður vísað til bókarinnar með blaðsíðutali í svigum
innan meginmáls.