Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 87
SKÍRNIR
í FUGLABJARGISKÁLDSÖGUNNAR
81
skoðun að Jón væri ekki sjálfsögð aðalpersóna. í grein sem birtist
1971 bendir Vésteinn Ólason á að hægt sé að færa rök að því að
Umbi sé aðalpersónan og ekki sé heldur útilokað „að setja Uu í
þetta hlutverk"5. Ég vil bæta því við að Godman Sýngmann er
einnig kandídat í þetta embætti; hann er mikill örlagavaldur í sög-
unni - þótt það sé Jón sem dregur Umba inn á þetta sögusvið þá
má segja að það sé Godman Sýngmann, lifandi og dauður, sem
hóar öllum öðrum sögupersónum í bæjarhlaðið til okkar og gerir
verkið að þeim alheimsróman sem það er og jökulinn að mið-
punkti heimsins - það er ekki aðeins að þangað liggi þræðir úr
öllum heimsálfum heldur einnig úr fjarlægum sólkerfum. Jökull-
inn er hinn mikli fjölmiðill í sambandshræringum verksins.
Einhver kynni að vilja leysa persónuvandann með því að kalla
þetta hópsögu (,,kollektífróman“), en Kristnihaldið er gerólíkt
þeirri skáldsagnategund eins og hún hefur verið tíðkuð. Kristni-
haldið er í annars konar andófi gegn hugmyndinni um aðalper-
sónur, ef ekki gegn sjálfu persónuhugtakinu. Sem afmörkuð per-
sóna er Jón Prímus fullur af mótsögnum, svo að merkilegt má
telja hve gott lesendur hafa átt með að ná sambandi og samkomu-
lagi við hann. En að vísu er hann einmitt talsmaður samkomu-
lagsins. „Alt líf rís á samkomulagi“ segir hann (295) og hendist út
um allt Snæfellsnes að gera við alla skapaða hluti og skiptir þá
engu máli hverjum það kemur til góða. Þennan mann hafa ýmsir
gagnrýnendur séð sem upphafna fyrirmyndarmannveru í verk-
inu, persónugerving húmanisma og friðar; ætla mætti að hann
væri draumur lesandans um staðfestu, sálarró og fullkomið innra
jafnvægi, hvort sem það kallast taó eða eitthvað annað. Jafnframt
stilla túlkendur honum og Godman Sýngmann upp sem hreinum
andstæðum6 og sagan hefur jafnvel verið túlkuð sem svo að Umbi
5 Vésteinn Ólason: „Ég tek það gilt“, Afmœlisrit til Steingríms J. Þorsteinssonar
2. júlí 1971, bls. 206. í grein í Skírni 1975 líta Beth Juncker og Bent Sonder-
gárd svo á að Umbi sé söguhetjan, sbr. „Tilraun til draumráðningar. Um
Kristnihald undir Jökli", þýðandi Vésteinn Ólason, Skírnir, 149. ár, 1975, bls.
135. Umbi átti svo eftir að verða aðalpersónan í kvikmyndinni.
6 Sbr. áður tilvitnaða grein Beth Juncker og Bent Sondergird, Skírni 1975, bls.
144 o.áfr.