Skírnir - 01.04.1993, Page 93
SKÍRNIR
1 FUGLABJARGI SKÁLDSÖGUNNAR
87
það er að segja sér hann ekki; þokan er „hvergi dimmari en þar
sem jökullinn á að vera eftir kortinu" (25). Þokan er ekki aðeins
tengd jökulmyndinni heldur allri kortagerð sögunnar; ásamt
Umba vöðum við stöðugt í merkingarþoku. Þetta á ekki síst við
um persónusköpun verksins. Um húsakost á staðnum er sagt að
hann sé dæmi um „inkongrúens", svo notað sé orð úr bókinni, en
að mínu mati einkennist persónusköpun verksins einnig af vísvit-
uðu ósamræmi - í þennan sérheim undir Jökli safnast hið furðu-
legasta lið og hér er alls ekki eingöngu um að ræða einstaka
furðufugla eins og maður á að venjast í íslenskum sögum fyrr og
síðar - þetta er alheimssamsafn, „global village", eins og var í
tísku að segja fyrir nokkrum árum, fólk í ólíkustu erindum, and-
legs og veraldslegs eðlis.
En það er líka ósamræmi, „inkongrúens", í sköpun einstakra
persóna - þetta eru ekki einstaklingar í neinni venjulegri merk-
ingu. Ua birtist okkur sem Ijóslifandi líkami - og við horfum með
Umba á fætur hennar, „vonum unglegri með fínum kálfum“
(300) og á sterka hönd hennar með „einkennilega stórgerð víindi í
hvítu hörundinu á handarbakinu“ (314). En líkamslögun hennar
er samt breytileg, hún virðist til dæmis vera misjafnlega há vexti.
Umbi reynir mjög að kortleggja þessa konu, finna henni adressu,
en hún hefur átt heima í svo margbreytilegum húsum, allt frá
klaustrum til vændishúsa, og kannski í kassa uppi á Jökli; Umbi
heillast af henni en samt er hún alltaf „konan í hinu húsinu" eða
þá að hún er loftkennd kvenmynd eilífðarinnar. Sem persóna er
hún óstöðug og óræð - hún er rásandi sjálfsvera, einskonar per-
sóna sem er annað hvort í mótun eða upplausn.
Hið sama á við um Godman Sýngmann sem sumir gagn-
rýnendur hafa .hlakkað yfir eins og veiðibjöllur og telja þar jafn-
vel kominn fulltrúa djöfulsins og allra styrjalda og því auðvelt að
taka mið af honum við að staðsetja boðskap bókarinnar. Ekki
ætla ég að bera í bætifláka fyrir vopnasölumanninn Sýngmann en
hann er margklofin persóna og orðið „inkongrúens“ er einmitt
notað sérstaklega um hann; hann gengur undir mörgum nöfnum
- en um leið er þessi heimshornaflakkari kannski mesti Islending-
urinn í verkinu; við skulum ekki gleyma því að hráefnið í hann er