Skírnir - 01.04.1993, Page 94
88
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
sótt meðal annars í Einar Benediktsson skáld og afhafnamann og
Helga Pjeturs Nýalsmeistara.13
Ekki er heldur hægt um vik að ná tökum á sögumanninum
Umba. Hann er fulltrúi biskupsins og heimafólk undir Jökli vill
hreinlega nefna hann biskup. Að vísu er einnig sagt að slíkur
maður sé „í senn það sem biskupinn er og að auki það sem hann
sjálfur er: úngur og nettur“ (55). Hann er biskupinn plús eitt-
hvað. Smám saman gufar biskupinn upp og eftir er „aðeins" þetta
plús eitthvað. Þetta minnir á þann ágæta mann „Plús Ex“ sem
Halldór Laxness skrifaði um í „Persónulegum minnisgreinum um
skáldsögur og leikrit“ árið 1962, þar sem hann segist vera hættur
skáldsagnagerð í bili. Halldór er gagnrýninn á boðflennuna, því
Plús Ex „sættir sig ekki við annað en öndvegi nær miðju frásagn-
arinnar, jafnvel í sögu þar sem höfundurinn gerir sér þó alt far um
að samsama ekki sjálfan sig sögumanninum".14 Plús Ex er því hin
ósýnilega en leiðandi hönd söguhöfundarins, hið ríkjandi stefnu-
mið sem við þykjumst finna í verkinu og treystum á sem merk-
ingarmiðstöð þess. Eins og ýmsir aðrir skáldsagnahöfundar hefur
Halldór fundið að Plús Ex takmarkar frelsið í sérheimi sögu og
veldur því að ferðalag lesandans er ekki óþvinguð könnun nýstár-
legs heims heldur markviss ferð að miðju; og yfirleitt eru lesend-
ur leiðitamir. I Kristnihaldinu sjálfu fer fram umræða um merk-
ingarsköpun, eins og ég vék að áðan, og verkið er jafnframt með
skemmtilegustu og athyglisverðustu tilraunum til að úthýsa Plús
Ex, eða varpa honum úr því miðlæga öndvegi sem Halldór nefnir.
Svona verk eru stundum nefnd margradda eða „pólífónískar"
sögur og greina mætti Kristnihaldið sem eitt afbrigði margrödd-
unar í skáldsagnagerð.15
13 Sbr. orð Laxness sjálfs um þetta í bréfi til Peters Hallberg, sem Hallberg birtir
í áðurnefndri grein sinni, Skímir 1969, bls. 87-88.
14 „Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit", Upphaf mannúðar-
stefnu, bls. 73.
15 Helsta uppspretta fræðilegrar umræðu um margröddun 1 skáldskap er bók
Mikhails Bakhtin um Dostójevskíj sem m.a. hefur birst í enskri þýðingu Caryl
Emerson: Problems of Dostoevsky’s Poetics, University of Minnesota Press,
Minneaspolis 1984. Sbr. grein mína „Fysta nútímaskáldsagan og módernism-
inn", Skírnir, 162. ár, 1988, bls. 291 o.áfr.