Skírnir - 01.04.1993, Page 95
SKÍRNIR
f FUGLABJARGI SKÁLDSÖGUNNAR
89
Hús, fugl, fiskur
Þetta „plús eitthvað“ sem býr í Umba og öðrum persónum er þá
alls ekki Plús Ex, heldur einmitt eitthvert tómarúm eða leikrúm
sem persónan og lesandinn verða að ráða í án leiðsagnar höfund-
arins. Að sjálfsögðu getur höfundurinn aldrei horfið með öllu úr
skáldsögu sinni en Kristnihaldið er dæmi um róttæka afmiðjun
eða jöðrun höfundarins. Hann er uppspretta skáldverksins en um
leið er hann hulinn þoku í útjaðrinum - hann er semsé eins og
jökullinn í sögunni, afskiptalaus en þó tengdur öllum persónum
sterkum böndum. En til að úthýsa Plús Ex, eða senda hann útaf
þjóðbrautinni og inní þokuna, verður einnig að jaðra persónurn-
ar, og hér er við hæfi hve stutt er á milli sagnanna að jaðra og að
jarða.
I samruna söguhöfundar, Jóns Prímusar og annarra persóna
við jökulinn má kannski sjá almenna jöðrun verksins og jafnframt
meginforsendu sögusviðsins. Afmiðjunin birtist í fyrsta lagi í
ferðalagi Umba úr borg (miðju) og út í sveit (á jaðarinn) - öfugt
við þær ferðir sem svo ótalmargar íslenskar sögupersónur hafa
farið á þessari öld - og í öðru lagi í fráhvarfi frá menningar-
bundnum viðmiðum yfir í samruna mannlífs og náttúru. Glöggt
kemur þetta fram þegar við fáum að heyra að kirkjan sé lokuð en
jökullinn opinn (81). En einnig þegar fyrst er lýst prestsetrinu,
sem er „rángalahús"; af framhýsinu taka við „ólögulegir timbur-
kumbaldar sem smámsaman liðu út í óendanlegleika fullan af
torfkofum, rambandi eða í rústum; þeir fjarlægustu grónir sam-
anvið græna hóla í túninu; þessi húsagerðarlist, hver kofinn útúr
öðrum, var eitthvað í ætt við æxlun kóralla; eða kaktuss" (26-27).
I lok þessarar sögu, sem fjallar heilmikið um hús, fer Ua inn í
sinn gamla sveitabæ sem sömuleiðis er á góðri leið með að renna
saman við náttúruna. „Hefur yður aldrei dottið í hug að orðið
hús þýðir ekki hús og á ekkert skylt við hús?“ spyr Jón Prímus
Umba (97).
En þessi „afmenning" verkins, ef ég get leyft mér að nefna
hana því nafni, kemur þó hvergi betur fram en í fuglalífi hennar,
sem hlýtur að vera það fjölskrúðugasta sem um getur í íslenskri
skáldsögu - og þótt víðar væri leitað. Stöðugt er skírskotað til