Skírnir - 01.04.1993, Page 103
SKÍRNIR
HIÐ ÍSLAMSKA BÓKMENNTAFÉLAG
97
nýliða sem þarf að takast á við óvænta atburði á fjarlægum
slóðum; skýrslugerðin fyrir biskup er mannfræðileg greinargerð
um framandi siði, með öllum sínum kostum og göllum; og Jón
Prímus er fulltrúi áleitinna þekkingarfræðilegra efasemda.
Viðfangsefni skáldsins er, með öðrum orðum, það sem stundum
er nefnt póstmódernísk vísindagagnrýni.
Halldór Laxness fjallar í mörgum skáldverka sinna um gesti
og ferðalanga og skilin milli trúverðugrar ferðalýsingar og skáld-
legrar fabúlu, til að mynda í Vefaranum mikla frá Kasmír. I sum-
um greina sinna, m.a. í grein frá árinu 1925 sem birtist í bókinni
Af menníngarástandi, snýr Halldór sér beint að efninu:
Þjóðerniseinstaklíngar, samgrónir staðháttum [. . .] eru þótt gáfaðir séu
og merkilegir, oft miður hæfir til að skynja heild þá, sem þeir hrærast
meðal, í ólitaðri birtu, það er að segja hlutdrægnislaust. Gestsaugað getur
verið glöggt, en eingusíður hefur þótt við brenna að logið hafi gestir frá
íslenskum staðháttum [. . .] Eg þykist hafa haft ýmis skilyrði til að gera
óhlutdrægar athuganir, þar eð ég dvaldi á landinu hálft sem gestur og
neytti í senn auga gestsins og kunnugleik heimamannsins [. . .] og þótti
[. . .] ekki ósjaldan sem ég fyndi slagæð þjóðlífsins undir fíngurgómum
mínum. (1986a: 11)
Margt af því sem Halldór segir bæði hér og í Kristnihaldinu
minnir mjög á kenningalega umræðu meðal mannfræðinga um
það sem kalla mætti á íslensku „kennivald skrásetjarans" (eth-
nographic authority) og varðar áreiðanleika mannfræðilegra lýs-
inga og samanburð á sjónarmiðum gestsins og heimamannsins -
spurninguna um hvort eða hversu mikið mark sé á þeim takandi
sem heldur um pennann (sjá t.d. Jackson 1990). Fyrir tveimum
áratugum eða svo litu mannfræðingar gjarna á vettvangslýsingar
kollega sinna sem áreiðanlegar heimildir og einbeittu sér að því
að túlka þær í ljósi þeirra félagslegu kenninga sem þeir aðhylltust,
gjarna með samanburð og alhæfingar í huga. Nú kveður við ann-
an tón. Athyglin beinist í vaxandi mæli að hlutverki og vinnu-
brögðum gestsins og því sem á.sér stað á vettvangi (Tedlock
1991). Fyrir mörgum mannfræðingum eru rannsóknir fyrst og
fremst fólgnar í ritstörfum, í fangbrögðum við pappír og texta
(sjá t.d. Clifford og Marcus 1986), og þetta á ekki aðeins við um