Skírnir - 01.04.1993, Side 116
110
GÍSLI PÁLSSON
SKÍRNIR
mörg og fjölbreytileg mál saman í einn graut, líkum gargi í fugla-
bjargi, og þýðing úr einu máli í annað (forsenda þess að fólk fái
skilið hvert annað) er nánast óhugsandi, eða í mesta lagi á færi of-
urmenna. Oríentalísk afskræming, starfsemi hins íslamska bók-
menntafélags, er óhjákvæmileg staðreynd, hvort sem um er að
ræða okkar nánustu, nágranna okkar eða fólk í fjarlægum heims-
hlutum. Sannleiksleit biskupsins í Kristnihaldinu er næsta til-
gangslaus, úr því að umboðsmaður hans veit jafnvel minna þegar
hann kemur heim en áður en hann réðst í rannsóknarferðina und-
ir Jökul. Onnur núlifandi skáld hafa fjallað um þekkingarleit
mannsins í þessum dúr. Samskonar efasemdir um sannleiksleitina
eru til að mynda reifaðar í bókinni Fuglafiti (Cat’s Cradle) eftir
skáldið og mannfræðinginn Kurt Vonnegut. Samkvæmt kenningu
Bokonon, sem sagan greinir frá (Vonnegut 1963: 14), er sannleik-
urinn haugalygi og lygin dagsönn.
Annað og öllu raunhæfara svar við gagnrýni Kristnihaldsins á
vísindahyggjuna er fólgið í að hafna líkani tungumálsins og text-
ans, sem einkennt hefur póstmóderníska orðræðu, og beina þess í
stað sjónum að athöfnum mannsins, lífinu sjálfu og þátttöku í
því. Mannfræðingar sem fara að dæmi Heideggers (sjá Dreyfus
1991), Marx og Merleau-Ponty í þessum efnum og setja virkni
mannsins og glímu hans við hversdaglífið á oddinn (sjá t.d. Bour-
dieu 1990 og Ingold 1993), leggja áherslu á að táknheimur manns-
ins er árangur af athöfnum hans, ekki „menningarlegt“ ok sem
skipar honum fyrir verkum og villir honum sýn. Slík afstaða gerir
það kleift að ryðja burt meira eða minna ímynduðum menningar-
múrum og leysa upp þýðingarvandann sem mannfræðin hefur
lengst af tekið mið af (sjá Gísla Pálsson 1993). Ef við gerum ráð
fyrir að við búum öll í sama heimi og sá heimur snúist fyrst og
fremst um félagsskap við aðra og lausnir á hversdagslegum verk-
efnum, á þjóðsagan um turninn í Babel ekki lengur erindi til okk-
ar. Þegar allt kemur til alls eru jafnvel ómálga börn fær um að
skilja hvert annað og setja sig í spor annarra. Margt af því sem
haft er eftir Séra Jóni í Kristnihaldinu er einmitt í þessa veru. Það
kann að vera freistandi að líta á Séra Jón sem póstmódernista,
ekki síst ef hafðar eru í huga yfirlýsingar hans um að orð séu vill-
andi og fræðimennska og fabúla séu eitt og hið sama, en sterk rök