Skírnir - 01.04.1993, Page 117
SKÍRNIR
HIÐ ÍSLAMSKA BÓKMENNTAFÉLAG
111
hníga að gagnstæðri túlkun. Að svo miklu leyti sem líta má á
klerkinn sem heimspeking, á hann miklu fremur samleið með
Richard Rorty (1989) en Jacques Derrida. Skyldur hans lúta að
samfélaginu undir Jökli, söfnuðinum, hverdagslífinu og verkefn-
um þess - ekki orðum og hugtök'um, textum og kenningum,
umboðsmönnum eða biskupum. Umbi kemst að raun um það,
þrátt fyrir margumrædda námserfiðleika sína, að kirkjan undir
Jökli hefur verið negld aftur og klerkur hefur alls ekki í hyggju að
jarðsyngja þá sem kveðja þennan heim; Tumi Jónsen fellst á það
við yfirheyrslu Umba að Séra Jón sé „ekki neitt bráðfljótur til að
jarða". En, vel að merkja, safnaðarformaðurinn bendir um leið á
þá staðreynd klerki til málsbóta að hann sé „eini maðurinn hér
nærlendis sem járnar hesta svo hald sé í“ (50). Sjálfur svarar
klerkur háspekilegum spurningum dr. Sýngmanns stutt og lag-
gott með jarðbundinni tilvísun til daglegs lífs: „Hér er gert við
prímusa" (176).
Vissulega stendur sannleiksleitin ekki á jafn traustum grunni
og biskupinn í Kristnihaldinu boðar, og ferðalangar í mannheimi
- skáld jafnt sem mannfræðingar - eru óhjákvæmilega flæktir í þá
flóknu veröld sem þeir segja frá, eins og skýrsla Umba leiðir
áþreifanlega í ljós. En það er sitthvað að gera ráð fyrir póst-
módernískum tíðaranda eða „skilyrðum" og að vísa sannleiksleit-
inni á bug. Gott skáld fabúlerar, en leitar eftir sem áður að sann-
leikanum um raunverulegt, lifandi fólk. Og fá skáld hafa samrýmt
það betur en Halldór Laxness að vera lesendum sínum, íslenskum
sem erlendum, spegill og viskubrunnur og segja þeim um leið
skemmtilega og lygilega sögu. Skáldskapargáfan sem Halldóri var
gefin verður sjálfsagt seint fullkönnuð og ef að líkum lætur er
rannsókn á afreki hans svipuðum annmörkum háð og ferðalag
Umba undir Jökul. En hvernig sem að þeirri rannsókn er staðið,
skyldu menn ekki ganga framhjá þeirri mikilvægu staðreynd að
samræður Halldórs við samtíðarfólk sitt og ferðalög hans á
heimaslóðum áttu stóran þátt í að gera hann ofurnæman á það
samfélag sem hann hrærðist í - líkt og hann, eins og hann sjálfur
komst að orði, fyndi slagæð þjóðlífsins undir fíngurgómum
sínum.