Skírnir - 01.04.1993, Page 122
116
EIRÍKUR JÓNSSON
SKÍRNIR
Bókin um veginn eftir Laó-tse hefur átt hug og hjarta Hall-
dórs Laxness allt frá æskuárum og orðið honum aflgjafi skáld-
skapar. Um nýja þýðingu hennar (1942) skrifaði hann ritdóm
sem birtist í Tímariti Máls og menningar 1942 og síðar í ritgerða-
safninu Sjálfsagðir hlutir 1946 og þar kemst hann meðal annars
svo að orði:
Ég kyntist henni sextán ára dreingur og hef unnað henni síðan, án þess
nokkurn dag bæri skugga á þá ást. Meðan annað breyttist í hug og heimi
voru töfrar hennar samir, og þó ég yrði hrifinn af öðrum bókum var ein-
gri hægt að líkja við hana. Hver setníng hennar er tónlist sem ber hug
manns á vit Óms og Óskópnis, hljómur hennar hinn eilíflega óuppleysti
kvintur. Ég reyndi að gjalda henni þakkir ævi minnar í lítilli sögu,
Temúdjín snýr heim, þar sem Dséngis-kan er látinn mæta taóismanum,
en nú, þegar ég lít enn einu sinni á upphafsorðin, blygðast ég mín - „það
taó sem verður lýst með orðum er ekki hið eilífa taó“. (1946:141)
Þessi orð skáldsins eru ábending um vensl Bókarinnar um
veginn og þáttarins „Temúdjín snýr heim“. I formála að Sjö
töframönnum í Þáttum 1954 er önnur ábending um hvernig
skáldið vann þáttinn. Þar nefnir hann bók Ralphs Fox, Genghis
Khan, sem, eins og nafnið bendir til, fjallar um aðra aðalpersónu
þáttarins. Það er sem hann gefi í skyn að þar hafi hann aflað sér
fanga. Að minnsta kosti vísar hann lesendum á bókina. Hún kom
út í London 1936. Þau efnisatriði formálans sem snerta þáttinn
eru þessi:
Temúdjín snýr heim. Ég hafði árum saman verið að safna mér í austur-
lenska sögu sem átti að fjalla um andstæður þvílíkar sem Dséngiskan og
Laó-tse. Ég nefndi þetta efni í hug mér Meistarann handan Himalaja, og
var stundum að bera mig að gera uppköst að þessu. Eftir tíu eða fimtán
ára umhugsun gafst ég upp við þetta efni sakir vanþekkingar á staðhátt-
um í Austurlöndum, enda tóku önnur nærtækari efni að sækja fastar á
hug minn. En áður en ég kastaði efninu úr hug mér fyrir fult og fast setti
ég þennan litla þátt saman. Ég bið lesendur en þó einkum þýðendur
gjalda varhuga við sérnöfnum þáttarins, - þau eru meira eða minna ís-
lenskuð, „íslandiséruð". Einkum bið ég menn athuga að „kínversku"
nöfnin eru yfirleitt ekki kínversk, heldur gamansöm íslensk eftirstæling
kínverskra orða [...] Um staðanöfn er það að segja sérstaklega, að þau eru
afbökun í þá veru að samþýðast íslenskunni eftir svipuðum hætti og