Skírnir - 01.04.1993, Side 128
122
EIRÍKUR JÓNSSON
SKÍRNIR
to have been found in the ruins of
Merv ... the fate of another city,
Barmiyan, is a sign of ... their
destructive fury ... In the siege of
the city, the boy Mutukin, son of
Jagatai,2 was killed by well-aimed
arrow. Chingis ordered that no
living thing, neither man, nor
beast, nor bird should be left and
that the city itself should be razed
and the ground levelled with the
dust. The order was strictly
carried out... (214).
... the hills and forests where
he was born, by those rivers
whose waters ... are deliciously
clear and cold, and tinkle with a
sound like jade bells. (240-241).
Ch'uts'si, consulted on the mean-
ing of the apparition, answered:
„This wonderful animal is called
Kistuan; he understands the
tongues of all countries in the
world. He loves living beings and
is horrified by bloodshed. His
apparition is a waring to your
majesty ..." (223).
þyrmt, hvorki manni, konu né
barni, dýri né fugli. Hefur ekki
uppi verið í heiminum voldugri
konungur né viturri hershöfðingi
en þessi mongólski hirðingi, upp-
sprottinn úr kjarrhæðum norð-
urs,3 þar sem vatnið í ánum er kalt
og tært og straumhljóð þeirra er
kátt eins og lidar bjöllur.
Þegar kaninum hafði verið
skýrt frá dýrinu og boðskap þess
lét hann kalla fyrir sig Kínverjann
Han-Ló, hinn vitrasta meðal ráð-
gjafa sinna, og spurði hann um
merkingu þessa fyrirburðar. Því
svaraði ráðgjafinn Han-Ló4 þann-
ig:
„Þetta undursamlega dýr heit-
ir Kístúan. Hann mælir á allar
þjóðtungur veraldarinnar. Hann
ann lifandi verum góðs og hryllir
við vígaferlum. Hann hefur nú
birzt þér til varnaðar, herra. Er
það ætlan mín að þetta felist í orð-
um hans: þú er maður hniginn að
árum, og hefur starfað meira en
allir konungar heimsins til sam-
ans; er nú komið mál til að þú
hættir starfi og snúir til átthaga
þinna í hinum norðlægu kjarr-
hæðum, þar sem vatnið í ánum er
kalt og tært og hljóð þeirra kátt
eins og litlar bjöllur.“
2 Jagatail var sonur Chingis Khan (Temujin).
3 Sbr: „ ... But I, living in the northern wilderness ...“. (Fox 1936:226).
4 Ráðgjafi Chingis Khan í bók Ralphs Fox nefnist Yeliu Ch'uts'ai en Han Ló í
þætti Halldórs Laxness.