Skírnir - 01.04.1993, Síða 129
SKlRNIR RÆTUR ÞÁTTARINS TEMÚDJÍN SNÝR HEIM
123
You, Prince, are the eldest son of
Heaven, but the peoples are also
your children, and the expect
from you sentiments inspired by
heaven for their well-being. (223).
Life must end, however great the
will to carry on the conflict
further, and though one should
conquer the greatest contries of
the world, something must always
remain unsubdued. He did not
want to die. (220).
There is little doubt that
Chingis, when he first heard of
the great teacher, considered him
to be a magician with the secret of
eternal life and that he wished to
have this secret brought to him ...
(224).
Þá hvessti stórkaninn augun á
ráðgjafa sinn og spurði: „Hvort
ber þetta svo að skilja að ég eigi
skammt ólifað og sé nú mál að
snúa heim til að deyja?"
Han-Ló svaraði: „Þú ert
Temúdjín, stórkaninn, öldúngur
himinsins og drottinn heimsins,
og mun nafn þitt lifa að eilífu - ef
þjóðirnar fá líf.“5
En Temúdjín sat lengi hugsi,
miðlungi ánægður við svör ráð-
gjafa síns og þóttist enn ókominn
til botns í ræðu dýrsins og sá fyrir
sér ár mannsins, hvernig þau eru
þotin hjá með viðdvöl leiftursins.
Og hann tók til máls á ný:
„Han-Ló,“ sagði hann. „Ég er
langþreyttur á loddurum. En finn-
ast hvergi á meðal vor sannir
töframenn, sem kunni þá list að
búa mönnum fátíða drykki,
nokkra til óminnis, aðra til vizku
og langlífis?"
Ráðgjafinn Han-Ló gekk burt
til að spyrjast fyrir um þetta og
kom aftur innan stundar og sagði:
„Meðal fanganna eru tveir
töframenn, er annar vinur Krists,
en hinn Múhameðs, og þykjast
báðir hafa til síns ágætis nokkuð,
og kallaðir ginnheilagir hvor af
sínum flokki, og skal leiða báða
fyrir þig ef þú vilt.“
Kaninn sagði að svo skyldi vera.
Þá var fyrst leiddur inn bisk-
upinn yfir Tvílísi, og bauð kaninn
að leysa skyldi af honum fjötrana
meðan þeir ræddust við.
„Dýr hefur hlaupið af skógi,“
mælti kaninn, „og heitir Kístúan.
5 Sbr: „,,A name continues to endure only where there are people," the Imam
said.“ (Fox 1936:221).