Skírnir - 01.04.1993, Side 132
126
EIRÍKUR JÓNSSON
SKÍRNIR
Ch'ang Ch'un, already a very old
man, for he was born in 1148,
received the invitation at his
mountain retreat in Shantung in
1221. He was a Taoist, devoting
his life, according to his philo-
sophy, to the investigation of the
Tao, the secret spirit or source of
life, to the problem of immorta-
lity. (223).
The courts of the Kin, the
northern emperors, and of the
Sung, the southern emperors,
frequently urged the influential
Ch'ang Ch'un to give them the
light of his countenance, and he
has steadfastly kept it averted.
(225).
„But the government of the Kin is
inconstant, and therefore Heaven
assist me to obtain the throne (of
the Kin). The Sung to the south ...
dags senda þig á stað ásamt mörg-
um hermönnum og riddurum, og
þeim handgengnum mönnum mín-
um sem kunna að vera með spek-
ingum, og skuluð þið fara með
hundrað og fimmtíu úlföldum og
tvö hundruð hestum austur í heim,
og berið kveðju mína meistaranum
Sing-Sing-Hó í fjöllum Sjan-Tungs,
og það með að hann skuli þegar
gera ferð sína vestur í heim á fund
minn, Temúdjíns, stórkansins."
Þá brá skugga yfir andlit ráð-
gjafans Han-Lós, líkt og af kvíða
og sorg. Hann skýrði kaninum
drottni sínum frá því, að meistar-
inn Sing-Sing-Hó væri maður
kominn að fótum fram fyrir elli
sakir, og lífi öldungs, sem aldrei
hefði komið úr sveit sinni, væri
stofnað í voða með því að láta
hann ferðast yfir endilangan heim-
inn, yfir þvert Kínaveldi, yfir gresj-
ur og hálendi Mongólíu, sanda og
eyðimerkur Miðasíu og háfjöll
Vesturasíu, yfir fjölda ríkja sem
enn voru ekki að fullu brotin undir
vald Drekans,9 en svo nefndist
merki kansins, allt til Indusbakka.
Þótt vel væri á haldið mundi slík
ferð ekki takast á skemmri tíma en
ári hvora leið. Þar við bættist að
það var alkunna að Sing-Sing-Hó
hafði látið hjá líða að sinna kalli
voldugra konunga, bæði útlendra
og innlendra, þar á meðal konungi
hins kínverska Norðurríkis og
konungi hins kínverska Suðurríkis,
báðum.
Þá sagði Temúdjín: „Konung-
ur Norðurríkisins og konungur
9 Sbr: „... The Dragon court (The Mongol court)...“. (Fox 1936:229).