Skírnir - 01.04.1993, Page 143
SKlRNIR RÆTUR ÞÁTTARINS TEMÚDjlN SNÝR HEIM
137
Það er form hins formlausa, birt-
ing hins dulda, hyldýpi leyndar-
dómsins. (XIV, 2).
The mare gives him milk, the
kymys which is the national drink,
a sharp sour, bluish-whitish
liquid, which has great properties
of strength-giving and is not
despised after a long day's ride ...
(26).
Leiðir Alvaldsins liggja heim.
(XL, 1).
Sá, sem treystir liðsafla sínu, mun
því ekki sigra. (LXXVI, 3) Hið
mjúka vinnur bug á hinu harða,
og hið veika á hinu sterka ...
(LXXVIII, 2). Þrjátíu hjólrimar
mætast í nöfinni, en nytsemi
hjólsins er komin undir öxulgat-
inu. (XI, 1). Þannig sigrar konan
manninn með blíðu, það er að
segja með því að láta undan. (LXI,
Það er Vegur himnanna, að berjast
ekki, en eiga þó vald á öllu; að tala
ekki, en veita þó greið svör; að
kalla ekki, og þó koma menn fús-
lega þangað. (LXXIII, 2).
Ef konungurinn gætti þess,
myndu allir snúast sjálfkrafa til
fylgis við hann. (XXXII, 2).
„Hið Eina er ekki andvígt
neinum. Þú nefndir það töframeð-
al ódauðleikans. En það er meira.
Það er form hins óskapta. Það er
birting hins dulda. Það er leyndar-
dómur hins augljósa.“
„Eru þá áhrif þess lík verkan
drykkjarins kúmýs, sem fæst úr
gerjaðri kaplamjólk?" spurði kan-
inn.
„Nýfæddur kálfur, aðeins
kominn á spena er líkur vini hins
Eina,“ sagði meistarinn.
„Dýrið Kistúan skipaði mér
að fara eigi með her á móti Ind-
um, heldur snúa heim. Hvert
mark er að slíku dýri?“ spurði
kaninn.
„Leiðir Alvaldsins liggja heim.“
„Hafa þá hersveitir mínar ekki
ærið afl til að sigra Indíalönd?“
Meistarinn svaraði: „Sá sem
treystir liðsafla sínum mun ekki
sigra. Hið mjúka sigrar hið harða
og hið sterka fellur fyrir hinu
veika. I hjólnöfinni sameinast
þrjátíu pílárar, en væri það ekki
fyrir öxulgatið stæði vagninn
kyrr. Konan sigrar manninn með
því að láta undan. Það er Vegur
hins Eina að berjast ekki, en eiga
þó vald á öllu. Það kallar ekki, en
samt koma menn þangað. Ef kon-
ungurinn gæti varðveitt það,
mundu allir hlutir snúast til fylgis
við hann: einnig Indíalönd.“
„Þegar ég drap fyrsta óvin
minn, var það til að bjarga lífi
mínu,“ sagði kaninn. „Nú hef ég
bráðum tortímt öllum óvinum
mínum. Ef hið Eina er sigursælla
en konungarnir, mun það þá ekki
vilja tortíma mér, stórkaninum,