Skírnir - 01.04.1993, Side 150
144
EIRÍKUR JÓNSSON
SKÍRNIR
In August 1227 ... he died.
He had not died at home, as
he desired, but as he had lived in
the field, among his army. (240).
„Let not my end disarm you,“ he
told his generals, „and ... lest the
enemy be warned of my death.“
(240).
They raised his coffin, placed it on
a two-wheeled wagon, and
marched ... (240).
um boð frá hinu Eina, og hefur nú
fylgt þér um sinn. En bráðum
skiljast vegir með drottni heimsins
og snauðasta villimanna fjallanna.
Átt þú mér nokkuð ósagt að skiln-
aði?“
„Ekki,“ sagði Temúdjín. „En
sá dýrgripur, sem þú veizt feg-
urstan í ríki stórkansins, skal vera
þinn.“
„Ekki kýs ég mér dýrgripi,"
sagði meistarinn Sing-Sing-Hó.
„En eins vildi ég mega biðjast af
drottni heimsins: I Kínaveldi eru
vinir hins Eina snauðastir manna,
og verði þeir krafðir skatts, er
vafamál, að þeir geti framar eign-
azt skyrtu. Nú vildi ég mega biðja
þig þess áður en við skiljum, að
þú lýsir því fyrir mönnum, og lét-
ir gera um það bréf, að hinir
snauðu vinir hins Eina, sem
dreifðir eru um öll hin kínversku
skattlönd þín, mættu vera því
undanþegnir að greiða drottni
heimsins skatt, eða nokkrum öðr-
um konungi, meðan ætt Drekans
ræður heiminum.”
Fám dögum síðar andaðist
Temúdjín. Hann hafði vonað að
hann bæri gæfu til að deyja heima,
en varð eigi að þeirri ósk, heldur
dó á leiðinni heim. Hinzta skipun
stórkansins var sú að lík hans
skyldi flutt til átthaganna, en sér-
hver skepna sem þeir mættu á
leiðinni týna lífi svo engin tíðindi
af dauða hans bærust á undan sig-
urvegurunum. Síðan héldu her-
sveitir Drekans, líkfylgd stórkans-
ins, áfram yfir gresjuna. Hinir
tveir synir kansins, Óguði og Túli,
tóku við herstjórninni. Skipun