Skírnir - 01.04.1993, Page 156
150
KELD GALL J0RGENSEN
SKÍRNIR
nýja bókmenntategund: norrœnu söguna. Áhuginn á norrænum
fornbókmenntum tengdist vaxandi áhuga á fornsögu og þjóðleg-
um bókmenntum. Um leið voru heimspekilegar sögur orðnar
mjög vinsælar (fyrirmyndin kom frá Marmontal), og menn
kepptust við að setja sig inn í þjóðfræðilega þætti sögunnar (sbr.
Rousseau). Tvær meginástæður voru fyrir því að menn leituðu
allt í einu til fortíðarinnar og fjarlægra menningarheima til að
skilja sjálfa sig: annars vegar var litið svo á að frumstæðar eða
ósiðmenntaðar þjóðir væru eins hvar sem er á jörðinni, og hins
vegar voru menn farnir að sjá að einmitt siðmenningin hafði
dregið úr fjölbreytni þjóða. Uppgjörið við klassísismann fól í sér
leit að séreinkennum einstakra þjóða, og hin þjóðlega saga varð
til.
í Danmörku reyndu m.a. Johannes Ewald (1743-1781), P.F.
Suhm (1728-1798), O.J. Samsoe (1759-1796) og hinn ungi Adam
Oehlenschláger (1779-1850) fyrir sér með ritun norrænna sagna.
Árangurinn var ekki alltaf jafn glæsilegur, en þegar við leggjum
mat á verk þeirra ber að hafa í huga að sagnaskáldskapur var á
þeim tíma almennt talinn vera nokkurs konar afþreyingarbók-
menntir, og taldist mun minna virði en hin upphafna ljóðlist.
Ewald er í harmleiknum Rolf Krage (1770) og sögubrotinu
Frode (gefið út eftir andlát höfundarins), fremur undir áhrifum
frá Saxo en forníslenskum fyrirmyndum. Samt eru mörg atriði í
þessum verkum og í söngleiknum Balders Dod (1773), sem sýna
að Ewald hefur lesið Fornaldarsögur Norðurlanda. Ur fornís-
lensku tekur hann m.a. að láni hugtök eins og Aser, Jætter, Ein-
heriar, Saga og Skjald, hugtök sem aðeins sagnfræðingar höfðu
notað fram að þeim tíma. I Rolf Krage notar Ewald fyrstur
manna orðin Skjoldmo og Niding (í merkingunni hugleysingi), en
hann gerir þau mistök að skrifa Hvidskialf fyrir Hliðskialf, og
hann heldur að Qndvegi sé sérnafn á hásætinu í Valhöll. Norræn
textafræði var nú ekki heldur hans sérsvið, eins og Rubow bendir
á. Stíllinn í norrænum sögum Ewalds er ossíanskur,1 þ.e.a.s.
1 Á árunum 1760-1763 gaf skoski rithöfundurinn James Macphearson út hin
svonefndu Ossian-ljóð, og sagði þau vera þýðingar á keltneskum skáldskap.
En nú er litið svo á að hann hafi sjálfur ort þau upp úr fáeinum keltneskum
textabrotum.