Skírnir - 01.04.1993, Síða 159
SKÍRNIR
EFTIRLÍ KIN G AR OG ÞÝÐINGAR
153
sem yrkja. Áhrifin frá Ossían, dyggðin og næmleikinn, eru horf-
in, og eftir er heldur þungur texti sem á að endurspegla norræna
skapsmuni.
Nú lætur Oehlenschláger sér ekki nægja að nota fornnorræn
hugtök og eiginnöfn, en fer líka að vinna með hrynjandi, stíl,
setningaskipan, orðmyndun, myndanafræði (morfólógíu), hljóð
og stafsetningu. Af mörgum dæmum þessa, sem Rubow tilfærir,
verða eftirfarandi að duga í þessu samhengi:
Hrynjandi: atkvæði með áherslu eru notuð í hófi, en eru venjulega
yfirgnæfandi í dönsku.
Stíll: a) setningar á dönsku byrja oftast á áherslulausum at-
viksorðum, samtengingum og þess háttar, en Oehlen-
schláger líkir eftir íslenskum forntextum með því að
byrja atkvæði með áherslu: „Finmarken er et Land,
som ligger saare hoit oppe mod Nord“ (tilvitnun í
Rubow, bls. 20);
b) sérstök orðapör, sem sýna áhrif frá stuðlun, eru búin
til: Arm og ussel, Bulder og Brag, over Hals og Hoved,
Spot og Spe, det smertelige ogforsmædelige Saar.
Setningaskipan: a) orðmyndir sem eru óeðlilegar á dönsku: den Ask
Yggdrasil, min hin gode Ven (Oehlenschláger lærði
aldrei að nota fornafnið hin á dönsku);
b) frumlaginu er sleppt í upphafi málsgreinar, eins og á
íslensku þegar það er undirskilið, en á dönsku er ævin-
lega haft annaðhvort frumlag eða aukafrumlag;
c) orðaröð: Herre min (snúið við), Ilde skulle de finske
Meer lide saa magelig en Beiler (atviksorðið er fært
fremst í setninguna), Komme de saaledes til Vaulundurs
Gaard (sögnin er færð fremst í setninguna); í samræmi
við forníslenska málnotkun hefur Oehlenschláger frum-
lag á undan sögn þegar um ástand er að ræða, en sögn á
undan frumlagi við hreyfingu;
d) orðaröðin í aukasetningum er eins og í aðalsetning-
unni, en svo sem kunnugt er, er það enn martröð ís-
lenskra skólakrakka að danskan skuli hafa atviksorð á
undan sögninni í aukasetningum.
Orðmyndun: atviksorð og lýsingarorð fá langa endingu: -(e)lig: arge-
lig, blidelig, fuldelig, lystelig, sagtelig, viselig o.s.frv;
Beygingar: a) nafnliðir: selver, al Versens Guld, hart;
b) fornöfn: dennem, hannem;