Skírnir - 01.04.1993, Page 162
156
KELD GALL J0RGENSEN
SKÍRNIR
Víxlun á milli nútiðar og þátíðar:
Grundtvig hefur ekkert vald á slíkri tíðarvíxlun og notar í stað
inn langa kafla í nútíð og þátíð á víxl (sbr. Rubow, bls. 33)
Stuðlun:
dannis og dejlig
fin ogfager
Trost og Tro
Setningaskipan:
en Hal, saa hoj, at man næppe kunde se over hende, og hendes
Tag var lagt af gyldne Skjolde (notar kvenkyn um dauða hluti,
setningin annars tekin beint úr Snorra-Eddu)
Mænd tyktes da saa vel om Jotunhejm (greininum sleppt)
da mente Jœtter vist at have forvundet al deres Nod
(greininum aftur sleppt, hljómar mjög ankannalega
á dönsku)
Síðustu dæmin um það hvernig Grundtvig sleppir greininum á
dönsku, ásamt dæmum um að aukafrumlög vanti, orðaröð sé
öfug og orðamyndun framandi, eru merki þess að Grundtvig
gekk á unga aldri mun róttækar fram í því en Oehlenschláger að
flytja inn í dönsku málfar og stíleinkenni forníslenskunnar. í
fyrstu verkum hans eru mörg dæmi um grófar íslenskuslettur.
Roskilde-Saga er fyrsta tilraun Grundtvigs til að nota forn-
sagnastíl í frumsömdu verki. I þeirri bók lýsir hann sögu dönsku
þjóðarinnar og er þar undir áhrifum frá Heimskringlu Snorra.
Síðan fer Grundtvig að þróa stíl sinn á þá átt að laga íslensk ein-
kenni að viðtekinni dönsku. Hann forðast grófar íslenskuslettur,
hættir að sleppa greinum, og eldri dönsk orð koma í stað forn-
norrænna orða og hugtaka. Þýðingar sínar endurskoðar Grundt-
vig einnig í ljósi nýrra viðhorfa. Nú byrjar hann að skrifa for-
dansket (danskað) á titilblaðið í öllum verkum, sem hann hefur
snarað á dönsku, og danskað hefur miklu víðtækari merkingu en
einfaldlega það að þýða, nefnilega að verkið sé innblásið dönskum
anda, fœrt í danskan búning og innlimað í þjóðlegar bókmenntir
Danmerkur (sbr. Rubow, bls. 50).
Nýja stefnan kemur m.a. í ljós í þýðingum á málsháttum og
alls konar orðatiltækjum, sem Grundtvig gat með fyrri aðferð