Skírnir - 01.04.1993, Page 164
158
KELD GALL J0RGENSEN
SKÍRNIR
Málstíll sem er misjafn, oft á tíðum hlálegur og stundum flatneskjulegur,
kemur í stað málstíls, sem var fábreytilegur, alvarlegur og þurr. [. . .]
Snorri er rammalvarlegur, Grundtvig er húmoristi. [. . .] Fátt liggur jafn
fjarri hvort öðru og Grundtvig og Island, og ekkert er jafnt óíslenskt og
Grundtvig. (bls. 56-57)
Poul Martin Moller var textafræðingar og rithöfundur og
reyndi fyrir sér með fornsögunni Eyvind Skaldaspiller (1816-
1817). Viðfangsefnið sækir hann til Snorra, en í stíl sínum er hann
undir sterkum áhrifum frá Oehlenschláger, sérstaklega Vaulund-
urs Saga. Um er að ræða svolítið gamaldags prósa og ljóðum er
skotið inn á milli. Fyndnin sýnir áhrif frá Grundtvig og áberandi
er hve margar tengingar eru notaðar á milli setninga.
Sögurnar Eyvind Skaldaspiller, Vaulundurs Saga og norrænar
fornsögur Grundtvigs eru nýr fornsagnaskáldskapur, sem leysir
norrænar sögur 18. aldar af hólmi. Rubow er kaldhæðnislega
gagnrýninn, þegar hann í lokaorðum sínum segir um stefnu þess-
ara rithöfunda og starfshætti:
Veldu þér viðfangsefni sem hentar þér! (þ.e.a.s. ekki neitt jafn staðbund-
ið og smásmugulega raunsæislegt og ættarsögu). Skrifaðu stutt og hnit-
miðað, eins og hæfir fornnorrænu viðfangsefni! (forðastu þó skrípalæti í
meðferð textans). Varastu tökuorð og alþjóðleg orðatiltæki, skrifaðu eins
norrænt og hægt er; vertu ekki hræddur við að krydda frásögn þína með
fornyrðum (og án þess að fá samviskubit gagnvart þeim heimildum sem
þú notar; skyldirðu gleyma að fylgja þessum ráðleggingum á nokkrum
blaðsíðum, er ekki hundrað í hættunni).
Skáldskapur kemur að innan, og þau ráð sem sköpunargáfa þín gríp-
ur til af sjálfri sér eru sönn, en það sama gildir ekki um þau ráð sem þú
getur fræðst um hjá lærðum mönnum. Poeta semper supra grammaticos.
(bls. 76)
Síðrómantík 1830-1870
Um og eftir 1825 verða þáttaskil í dönskum bókmenntaheimi.
Hópur manna með J.L. Heiberg (1791-1860) og Henrik Hertz
(1797-1870) í fararbroddi setur fram þá kenningu að listaverk séu
einkum ætluð til nautnar viðtakandans en séu ekki einkamál lista-
mannsins eins og fyrri kynslóð taldi. Ein afleiðing þessa var að
stíll listaverksins öðlaðist sjálfstæði gagnvart höfundinum og tek-
ið var að fást við hann, eins og önnur lögmál skáldskaparins, á