Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 166
160
KELD GALL J0RGENSEN
SKÍRNIR
Verk sitt Saga om Thorvald Vidforle eller den Vidtbereiste
(1849) lætur Hauch gerast á því umbyltingarskeiði er kristin trú
leysti heiðni af hólmi. I samræmi við síðrómantíkina lýsir hann
staðháttum vandlega og notar listrænt form sem hann hefur til-
einkað sér með ítarlegar rannsóknum á fornnorrænum sagnabók-
menntum:
Ósk mín var sú, að gefa lesendum jafn nákvæma innsýn og unnt væri í
hjátrú fyrri alda, baráttugleði manna, þrá þeirra eftir ævintýrum, siði,
venjur og reglur, hefndarþorsta þeirra og fordóma, eins og allt þetta
blandaðist einstaklingsbundnum tilhneigingum og rann saman við stað-
hætti. (I. bindi, bls. iv)
Markmiðið var að veita lesendum innsýn í framandi heim, en eins
og áður sagði var þetta síðrómantíska tillit til lesandans nýtt af
nálinni. Hauch gat ekki valið persónu úr frægustu fornsögum, því
þá myndi saga hans virðast endursamið en ekki frumsamið verk.
Til að tryggja sögulegan trúverðugleika þurfti hann persónu með
stoð í raunveruleikanum, og valdi að lokum Þorvald Víðförla,
sem er tilgreindur í mörgum sögum án þess að vera aðalpersóna í
neinni þeirra. Um leið var Þorvaldur Víðförli fyrsti Islendingur-
inn sem vann ötullega að útbreiðslu kristinnar trúar í sínu heima-
landi, og var þannig tilvalinn til að holdgera hugmynd Hauchs.
Þorvaldur Víðförli kemur fyrst fyrir í dönskum bókmenntum
í Palnatoke (1807) eftir Oehlenschláger, þar sem sögð er sagan af
frelsun Sveins konungs. Hauch fylgir þessari frásögn, sem kemur
upphaflega úr Kristni sögu, en hann bætir við atriðum úr Þorvalds
þœtti víðförla og öðrum heimildum (sbr. Rubow bls. 85). Einnig
eru nokkur brot úr öðrum fornsögum, m.a. úr Brennu-Njáls
sögu.
Danskar fornsögur frá tímabilinu næst á undan leiðir Hauch
hjá sér; undantekning er þó frásögnin um dverginn sem tælir
Svegði konung inn í fjall, þaðan sem hann á ekki afturkvæmt. Sú
saga er sótt til Örvarodds Saga Oehlenschlágers.
Hauch heldur í fornsagnastílinn á margvíslegan hátt. Persónur
eru ávallt kynntar með sama hætti, og röð upplýsinga er alltaf sú
sama: 1) nafn, 2) hlutverk í sögunni, 3) bústaður, 4) eignir, 5)
persónueinkenni. Dæmi um þetta er: