Skírnir - 01.04.1993, Page 169
SKÍRNIR
EFTIRLÍKINGAR OG ÞÝÐINGAR
163
og Grundtvig þegar búnir að skrifa um þetta sverð. Tyrfing má
lesa sem gagnrýni á þann norræna stíl sem fyrirrennarar Hertz
notuðu. Með hliðsjón af Sœnwndar-Eddu þróar Hertz eigin stíl,
sem felst í því að hafa sem mest í bundnu máli og lausa málið svo
í fornsagnastíl. Hann hefur engan áhuga á því að gera málfarið of
fornlegt, því þá yrði það of stirt og þungt, en þess í stað þróar
hann með sér nýjan einfaldleika, sem er að hans mati aðalein-
kenni norrænna fornbókmennta.
I sambandi við síðrómantíkina skal þess að lokum getið að
menn voru nú teknir að líta á norrænar fornbókmenntir sem
sameiginlega eign Norðurlanda. Sumir álitu þær jafnvel vera
danskar.
Raunsœisstefnan 1870-1890
A síðari hluta 19. aldar verður minna vart við áhrif norrænna
fornbókmennta á danskar bókmenntir en á fyrri hluta aldarinnar.
Norrænn innblástur tilheyrir rómantíkinni og síðrómantíkinni.
Samt er helsti fulltrúi raunsæisstefnunnar í Danmörku, J.P. Ja-
cobsen (1847-1885), svo rómantískt þenkjandi að hann reyndi á
unga aldri fyrir sér í sagnastílnum með því að skrifa litla eftirlík-
ingu sem hann kallaði Kormak og Stengerde. Jacobsen skrifar í
fornsagnastíl, m.a. með því að nota úrdrátt, öfuga orðaröð og sér-
stök orð sem tengjast fornsögunum, en árangurinn er heldur fá-
tæklegur: „Den Kormak, om hvem her skal handles, var Son af
0gmund Kormaksson og boede paa den Tid, Fortællingen beg-
ynder, ved Midfjord paa Island med sin Broder Thorgils hos
Dalla, deres Moder" (tilvitnun í Rubow, bls. 168). Þessi saga ber
öll merki þess að vera æskuverk, og skömmu seinna hætti J.P.
Jacobsen að líkja eftir gömlu meisturunum og samdi sig að hátt-
um nýrra tíma.
Nýir tímar: 20. öldin
Aldamótin marka tímamót í dönskum bókmenntum. Eftir að
symbólistar höfðu í áratug reynt að endurvekja hugmyndir róm-
antíkurinnar, án þess þó að veita fornsögunum neina sérstaka eft-
irtekt, þróaðist áfram sá natúralismi sem skotið hafði rótum síðla