Skírnir - 01.04.1993, Side 170
164
KELD GALL J0RGENSEN
SKlRNIR
á 19. öld. Um leið áttu sér stað verulegar breytingar í þjóðfélag-
inu sem gerðu það að verkum að bókmenntirnar urðu breiðari og
alþýðlegri. I stuttu máli sagt eignuðust nú hópar í þjóðfélaginu,
sem hingað til hafði verið haldið niðri, eigin fulltrúa í röðum rit-
höfunda: Henrik Pontoppidan, Jakob Knudsen og Martin And-
ersen Nexo skrifuðu um kjör verkafólks, Johannes V. Jensen, Jo-
han Skjoldborg, Thoger Larsen og Jeppe Aakjær um bændur, og
Marie Bregendahl, Thit Jensen og Helene Strange voru fulltrúar
kvenna á fyrstu áratugum 20. aldar, svo einhverjir séu nefndir.
Ur þessum hópi skal aðeins getið Johannes V. Jensen (1873-
1950), sem í ríkum mæli var undir áhrifum frá fornsögunum.
Meðal verka hans má nefna bók um konur á söguöld (1942), hans
stærstu skáldsögu Den lange Rejse (1909-1923) og smásöguna
„Cecil“, sem er áhrifamikil frásögn í Islendingasagnastíl um
kvenlega þverúð og tortímandi þrjósku.
Hér ber að nefna að Jensen var einn frumkvöðla að nýjum
þýðingum á Islendingasögunum: De islandske Sagaer, sem komu
út í þremur bindum árið 1930. Vikið verður að þessum þýðingum
hér á eftir, en þetta verk var hápunktur og um leið lokapunktur
þeirrar þróunar, sem átti sér stað í dönskum bókmenntum um og
upp úr 1900, hvað varðar áhrif fornsagnanna.
A 19. öld má sjá umskipti frá „norrænum sögum“ til „forn-
sagna“, og stælingar þróuðust í aðlögun og eftirlíkingar. Á árun-
um 1839-1844 þýddi N.M. Petersen að vísu níu Islendingasögur,
en samt sem áður voru eftirlíkingar á fornsögum miklu fyrirferð-
armeiri í dönskum bókmenntum á 19. öld. Er kemur fram á 20.
öld hætta menn að semja stælingar og eftirlíkingar, og farið er að
þýða fornsögurnar í auknum mæli. Endurspeglar þetta í senn ný
viðhorf til bókmennta og fornsagna og nýja stefnu í þýðingum.
Rubow segir í lokaorðum sínum í Saga og Pastiche, að eftirlíking
sé óframkvæmanleg, af því að hún lendi alltaf stílfræðilega á milli
vita; það sé eins og að velja á milli Skyllu og Karybdísar, og besta
eftirlíkingin hljóti þar af leiðandi að vera „fullkomið afrit" (bls.
271).
Vissulega er ekki alltaf auðvelt að greina á milli eftirlíkingar
og frjálslegrar þýðingar, t.d. á Islendingasögu. Samt má fullyrða