Skírnir - 01.04.1993, Page 171
SKÍRNIR
EFTIRLÍKINGAR OG ÞÝÐINGAR
165
að dönsk skáld notuðu á 19. öld aðallega eftirlíkingar til að miðla
norrænum arfi, en á 20. öld hafa þýðingar gegnt því hlutverki.
Hér er yfirlit yfir helstu atriði þeirrar sögu sem rakin hefur
verið:
Lok 18. aldar
Norrænar sögur
Rómantík 1800-1830 Fornsögur
Síðrómantík 1830-1870 Stæling/Aðlögun
Raunsæisstefna 1870-1890 Eftirlíking
Ewald, Suhm, Samsoe,
Oehlenschláger
Oehlenschláger,
Grundtvig, Moller
Hauch, Hertz
Jacobsen
II
Um þýðingarýni
Innan þýðingafræðinnar eru skiptar skoðanir á því hvernig beri
að meta og gagnrýna þýðingar. Hvaða forsendur á að styðjast við
þegar mat er lagt á þýðingu? Flestir fræðimenn, sem fást við þýð-
ingar, eru að einhverju leyti sammála um að það sé í raun ómögu-
legt að þýða, eða með öðrum orðum, að hægt sé að stefna að full-
kominni þýðingu en það markmið náist aldrei. Samt er það venja
innan þýðingarýni að gagnrýna helst það í þýðingum, sem er
ófullkomið, óheppilegt eða beinlínis rangt í orðalagi.
Því miður er ekki við neina aðferðafræði að styðjast, ef við
viljum reyna að komast hjá gildismati í þýðingarýni. Skynsamleg-
asta leiðin til að lenda ekki í „þetta líkar mér“ og „þetta líkar mér
ekki“, hlýtur að vera sú að bera saman úrlausnir þýðandans við
þá möguleika sem felast annars vegar í frummálinu og í frumtext-
anum og hins vegar í því máli sem þýtt er á.
Eitt eru þýðingafræðingar þó sammála um: áður en eiginleg
þýðing hefst er nauðsynlegt að greina og túlka textann vandlega.
Meðal annars er mikilvægt að skýra stílatriði og meta hvers konar
texta maður hefur undir höndum. Hér byrjar strax vandi þeirra
sem vilja þýða Islendingasögur, því erfitt getur reynst að skera úr
um það hvers konar texti þær eru. Við vitum ekki með vissu
hverjir höfundar textanna voru eða hverjum sögurnar voru ætlað-